Greiningardeild Arion banka spáir Gravity Óskarsverðlaununum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. febrúar 2014 16:00 Greiningardeildin telur að Gravity hafi betur gegn 12 Years a Slave. Óskarsverðlaunin verða veitt aðfaranótt mánudags í Los Angeles og spá margir í spilin. Þar á meðal er greiningardeild Arion banka, en deildin telur að kvikmyndin Gravity muni hafa betur í jöfnum slag við myndina 12 Years a Slave um verðlaunin fyrir bestu kvikmynd. Í tilkynningu frá greiningardeildinni segir að þó ekkert sé í hagfræðinni sem geti aðstoðað við að leggja mat á skemmtanagildi kvikmyndagerðar eða listræna verðleika hennar, hafi hagfræðingar útbúið ýmis tölfræðitæki sem gagnist við að sundurgreina áhrifaþætti einhvers fyrirbæris í fortíð til þess að auðvelda þeim að spá fyrir um þróun þess í framtíð. Þessi tæki nefnist einu nafni hagrannsóknir. „Árið 2005 lét hagfræðingurinn Andrew B. Bernard sér detta í hug að þessi tölfræðitæki gætu verið gagnleg til þess að spá fyrir um Óskarsverðlaunin og útbjó nokkuð snjallt probit-spálíkan til þess arna,“ segir í tilkynningunni. „Líkanið byggði á því að greina tölfræði um bæði sigur- og tapmyndirnar á Óskarsverðlaunahátíðinni frá árinu 1984 til þess að kanna hvort ákveðnir eiginleika væru algengari í fari kvikmyndanna sem ættu velgengni að fagna og ykju sigurlíkur þeirra. Probit-líkanið gerði honum síðan kleift að sundurgreina og mæla áhrif þessara mismunandi eiginleika.“ En hvað einkennir sigurvegara að mati Bernards? Bernard er sagður hafa kannað ógrynni mismunandi breyta til þess að afhjúpa hvað réði sigrum og ósigrum á Óskarsverðlaunahátíðinni. Hann komst meðal annars að því að á tímabilinu 1984 til 2004… · ...hafði aðalpersónan verið með einhverskonar snilligáfu í tuttugu prósent sigurmyndanna, en aðeins fimm prósent tapmyndanna. Fötlun skipti minna máli, en aðalpersónan glímdi jafnoft við fötlun í sigurmyndum og tapmyndum tímabilsins, eða í einni af hverjum tíu. · ...steig aðalpersónan á hestbak í þrjátíu prósent sigurmyndanna, en aðeins tíu prósent tapmyndanna. · ...áttu sjötíu prósent sigurmynda sér stað að minnsta kosti tuttugu árum áður en þær voru gefnar út, en 55 prósent tapmynda. Það skipti hinsvegar minna máli hvort umfjöllunarefnið átti sér stoð í raunveruleikanum, en jafnhátt hlutfall sigur- og tapmynda byggðu á raunverulegum atburðum eða manneskjum, eða þrjár af hverjum tíu. · ...áttu fimm klúta grenjumyndir ekki verulega upp á pallborðið; þær voru um tuttugu prósent tapmynda en aðeins tíu prósent sigurmynda. · ...var akademían ginnkeypt fyrir breska heimsveldinu, en sextíu prósent sigurmynda skörtuðu leikara frá Bretlandi eða gömlum breskum nýlendum í aðalhlutverki, en aðeins 35 prósent tapmynda. Þrjár breytur spáðu best um sigurvegara „Eftir að hafa kannað allar mögulegar breytur komst hann þó að því að þrjár þeirra hefðu í sameiningu mest forspárgildi. Í fyrsta lagi komst hann að því að það var fullkomin fylgni á milli þess að vera gamanmynd og að tapa á Óskarsverðlaunahátíðinni, en gamanmynd hefur aldrei á tímabilinu unnið aðalverðlaunin. Í öðru lagi virðist vera mjög sterkt samband á milli þess að vinna til Gullhnatta (Golden Globe) og að vinna aðalverðlaun Óskarshátíðarinna – svo virðist sem smekkur erlendra blaðamanna sé yfirleitt svipaður og akademíunnar. Í þriðja lagi áttu myndir sem höfðu hlotið margar tilnefningar til Óskarsverðlaunanna meiri möguleika á að vinna aðalverðlaunin, enda gefur heildarfjöldi tilnefninga góða hugmynd um hversu breiðum stuðningi myndirnar eiga að fagna þvert á akademíuna. Einfalt líkan á borð við þetta hérna reyndist því hafa besta forspárgetu......en það spáði rétt fyrir átján af tuttugu sigurvegurum Óskarsverðlaunanna á tímabilinu 1984 til 2004 og batnaði ekki þótt fleiri breytum væri bætt við.“ Spá greiningardeildar Greiningardeild segist hafa haldið gagnasafni Bernards við og uppfært Probit-líkan hans. „Þetta er annað árið í röð sem við notum líkanið til að spá fyrir um sigurvegara Óskarsverðlaunanna, en í fyrra mátum við sigurlíkur allra tilnefndu myndanna með hroðalegum viðunandi árangri. Þá spáðum við nokkuð jöfnum slag á milli Lincoln og Les Misérables, en við töldum sigurmyndina Argo eiga um ellefu prósent líkur á sigri. Það er kannski lýsandi fyrir frammistöðu líkansins síðustu árin, en eftir 2005 hefur líkanið staðið sig mun verr við að spá fyrir um sigurvegara Óskarsverðlaunanna en tuttugu árin þar á undan. Kannski er akademían orðin ófyrirsjáanlegri en áður og kannski spilar inn í að tilnefningum var fjölgað úr fimm í allt að tíu árið 2009. Hver sem ástæðan kann að vera, þá endurspeglar þetta einn helsta vandann við notkun tölfræðilíkana við spágerð. Tilgangur þeirra er að afhjúpa gangverk sögunnar; að finna orsakaþættina sem valda því t.d. að einni mynd gengur betur en annarri á Óskarsverðlaunahátíðinni (eða, eins og er algengara, hvað veldur því að hagvöxtur er mikill eitt ár og lítill annað ár, af hverju verðbólga gengur upp og niður og svo framvegis) En gangverk sögunnar er síbreytilegt og um leið og tölfræðilíkönin hafa greint marktæk tengsl á milli breytna er hætt við því að tengslin hafi sjálf tekið breytingum.“ Uppfært líkan greiningardeildar gerir ráð fyrir því að viðbótartilnefning til Óskarsverðlauna bæti sigurlíkur kvikmynda að öðru jöfnu um 4,2 prósent, en viðbótar Gullhnöttur bæti líkurnar um 8,9 prósent. Á grundvelli þessa líkans hefur greiningardeildin metið hlutfallslegar líkur allra myndanna í ár, en samkvæmt þeim á Gravity mestan möguleika á sigri, eða um þriðjungslíkur, en 12 Years a Slave um fjórðungslíkur.Þetta segir greiningardeildin ekki fyllilega í takti við spár veðbanka, en þar er 12 Years a Slave spáð að jafnaði mestum líkum á sigri, en Gravity þar á eftir. „Að sjálfsögðu treystum við líkaninu okkar betur (við erum nú einu sinni greiningardeild!) og spáum því Gravity sigri, en þó með þeim fyrirvara að um nokkuð jafnar líkur er að ræða, auk þess sem 12 Years a Slave vann Gravity í flokki dramamynda á Gullhnöttunum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem greiningardeildin spáir í spilin hvað kvikmyndir varðar. Í janúar spáði deildin miklu verðhruni gulls og demanta í Miðgarði, ævintýraheiminum sem J. R. R. Tolkien skapaði. Golden Globes Óskarinn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Óskarsverðlaunin verða veitt aðfaranótt mánudags í Los Angeles og spá margir í spilin. Þar á meðal er greiningardeild Arion banka, en deildin telur að kvikmyndin Gravity muni hafa betur í jöfnum slag við myndina 12 Years a Slave um verðlaunin fyrir bestu kvikmynd. Í tilkynningu frá greiningardeildinni segir að þó ekkert sé í hagfræðinni sem geti aðstoðað við að leggja mat á skemmtanagildi kvikmyndagerðar eða listræna verðleika hennar, hafi hagfræðingar útbúið ýmis tölfræðitæki sem gagnist við að sundurgreina áhrifaþætti einhvers fyrirbæris í fortíð til þess að auðvelda þeim að spá fyrir um þróun þess í framtíð. Þessi tæki nefnist einu nafni hagrannsóknir. „Árið 2005 lét hagfræðingurinn Andrew B. Bernard sér detta í hug að þessi tölfræðitæki gætu verið gagnleg til þess að spá fyrir um Óskarsverðlaunin og útbjó nokkuð snjallt probit-spálíkan til þess arna,“ segir í tilkynningunni. „Líkanið byggði á því að greina tölfræði um bæði sigur- og tapmyndirnar á Óskarsverðlaunahátíðinni frá árinu 1984 til þess að kanna hvort ákveðnir eiginleika væru algengari í fari kvikmyndanna sem ættu velgengni að fagna og ykju sigurlíkur þeirra. Probit-líkanið gerði honum síðan kleift að sundurgreina og mæla áhrif þessara mismunandi eiginleika.“ En hvað einkennir sigurvegara að mati Bernards? Bernard er sagður hafa kannað ógrynni mismunandi breyta til þess að afhjúpa hvað réði sigrum og ósigrum á Óskarsverðlaunahátíðinni. Hann komst meðal annars að því að á tímabilinu 1984 til 2004… · ...hafði aðalpersónan verið með einhverskonar snilligáfu í tuttugu prósent sigurmyndanna, en aðeins fimm prósent tapmyndanna. Fötlun skipti minna máli, en aðalpersónan glímdi jafnoft við fötlun í sigurmyndum og tapmyndum tímabilsins, eða í einni af hverjum tíu. · ...steig aðalpersónan á hestbak í þrjátíu prósent sigurmyndanna, en aðeins tíu prósent tapmyndanna. · ...áttu sjötíu prósent sigurmynda sér stað að minnsta kosti tuttugu árum áður en þær voru gefnar út, en 55 prósent tapmynda. Það skipti hinsvegar minna máli hvort umfjöllunarefnið átti sér stoð í raunveruleikanum, en jafnhátt hlutfall sigur- og tapmynda byggðu á raunverulegum atburðum eða manneskjum, eða þrjár af hverjum tíu. · ...áttu fimm klúta grenjumyndir ekki verulega upp á pallborðið; þær voru um tuttugu prósent tapmynda en aðeins tíu prósent sigurmynda. · ...var akademían ginnkeypt fyrir breska heimsveldinu, en sextíu prósent sigurmynda skörtuðu leikara frá Bretlandi eða gömlum breskum nýlendum í aðalhlutverki, en aðeins 35 prósent tapmynda. Þrjár breytur spáðu best um sigurvegara „Eftir að hafa kannað allar mögulegar breytur komst hann þó að því að þrjár þeirra hefðu í sameiningu mest forspárgildi. Í fyrsta lagi komst hann að því að það var fullkomin fylgni á milli þess að vera gamanmynd og að tapa á Óskarsverðlaunahátíðinni, en gamanmynd hefur aldrei á tímabilinu unnið aðalverðlaunin. Í öðru lagi virðist vera mjög sterkt samband á milli þess að vinna til Gullhnatta (Golden Globe) og að vinna aðalverðlaun Óskarshátíðarinna – svo virðist sem smekkur erlendra blaðamanna sé yfirleitt svipaður og akademíunnar. Í þriðja lagi áttu myndir sem höfðu hlotið margar tilnefningar til Óskarsverðlaunanna meiri möguleika á að vinna aðalverðlaunin, enda gefur heildarfjöldi tilnefninga góða hugmynd um hversu breiðum stuðningi myndirnar eiga að fagna þvert á akademíuna. Einfalt líkan á borð við þetta hérna reyndist því hafa besta forspárgetu......en það spáði rétt fyrir átján af tuttugu sigurvegurum Óskarsverðlaunanna á tímabilinu 1984 til 2004 og batnaði ekki þótt fleiri breytum væri bætt við.“ Spá greiningardeildar Greiningardeild segist hafa haldið gagnasafni Bernards við og uppfært Probit-líkan hans. „Þetta er annað árið í röð sem við notum líkanið til að spá fyrir um sigurvegara Óskarsverðlaunanna, en í fyrra mátum við sigurlíkur allra tilnefndu myndanna með hroðalegum viðunandi árangri. Þá spáðum við nokkuð jöfnum slag á milli Lincoln og Les Misérables, en við töldum sigurmyndina Argo eiga um ellefu prósent líkur á sigri. Það er kannski lýsandi fyrir frammistöðu líkansins síðustu árin, en eftir 2005 hefur líkanið staðið sig mun verr við að spá fyrir um sigurvegara Óskarsverðlaunanna en tuttugu árin þar á undan. Kannski er akademían orðin ófyrirsjáanlegri en áður og kannski spilar inn í að tilnefningum var fjölgað úr fimm í allt að tíu árið 2009. Hver sem ástæðan kann að vera, þá endurspeglar þetta einn helsta vandann við notkun tölfræðilíkana við spágerð. Tilgangur þeirra er að afhjúpa gangverk sögunnar; að finna orsakaþættina sem valda því t.d. að einni mynd gengur betur en annarri á Óskarsverðlaunahátíðinni (eða, eins og er algengara, hvað veldur því að hagvöxtur er mikill eitt ár og lítill annað ár, af hverju verðbólga gengur upp og niður og svo framvegis) En gangverk sögunnar er síbreytilegt og um leið og tölfræðilíkönin hafa greint marktæk tengsl á milli breytna er hætt við því að tengslin hafi sjálf tekið breytingum.“ Uppfært líkan greiningardeildar gerir ráð fyrir því að viðbótartilnefning til Óskarsverðlauna bæti sigurlíkur kvikmynda að öðru jöfnu um 4,2 prósent, en viðbótar Gullhnöttur bæti líkurnar um 8,9 prósent. Á grundvelli þessa líkans hefur greiningardeildin metið hlutfallslegar líkur allra myndanna í ár, en samkvæmt þeim á Gravity mestan möguleika á sigri, eða um þriðjungslíkur, en 12 Years a Slave um fjórðungslíkur.Þetta segir greiningardeildin ekki fyllilega í takti við spár veðbanka, en þar er 12 Years a Slave spáð að jafnaði mestum líkum á sigri, en Gravity þar á eftir. „Að sjálfsögðu treystum við líkaninu okkar betur (við erum nú einu sinni greiningardeild!) og spáum því Gravity sigri, en þó með þeim fyrirvara að um nokkuð jafnar líkur er að ræða, auk þess sem 12 Years a Slave vann Gravity í flokki dramamynda á Gullhnöttunum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem greiningardeildin spáir í spilin hvað kvikmyndir varðar. Í janúar spáði deildin miklu verðhruni gulls og demanta í Miðgarði, ævintýraheiminum sem J. R. R. Tolkien skapaði.
Golden Globes Óskarinn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira