Einn af meðlimum bobsleðaliðs Bandaríkjanna þurfti hreinlega að brjótast út af baðherbergi á hótelinu sem hann gistir á í Sotsjí.
„Ég læstist inni og var ekki með síma til þess að láta vita að ég væri fastur inni. Ég notaði því þjálfun mína í að ýta bobsleðanum til þess að brjótast út,“ sagði Johnny Quinn á Twitter-síðu sinni og bætti við: „#SochiJailBreak,“ á hefðbundnu twitter-tungumáli.
Quinn er ekki við eina fjölina felldur þegar það kemur að íþróttaiðkun – hann var áður í NFL deildinni í amerískum fótbolta.
Atvikið hefur vakið mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum og hafa spjallþáttarstjórnendur vestanhafs gert mikið grín af atvikinu.
Ekki er vitað hvort Quinn þurfi að bæta skaðan á hótelherberginu eða hvort honum verði refsað á einhvern annan hátt fyrir að bókstaflega brjótast út. Mikið hefur verið kvartað undan slæmum aðbúnaði á hótelum í Sotsjí.
Twitter-síðan Sochi Problems hefur verið stofnuð til þess að sýna aðbúnaðinn í rússnesku borginn. Þrátt fyrir að hafa verið uppi í fimm daga er hún með 337 þúsund fylgjendur.
Bobsleðamaður braut niður hurð á baðherbergi í Sotsjí
Kjartan Atli Kjartansson skrifar

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn


Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti



