Bandaríska kvennalandsliðið í íshokkí sýndi styrk sinn gegn Sviss í dag. Sviss sá aldrei til sólar í leiknum og tapaði 9-0 í afar ójöfnum leik.
Bandarísku stúlkurnar áttu alls 53 skot að marki en Sviss aðeins 10.
Monique Lamoureux, Kendell Coyne og Amanda Kessell skoruðu allar tvö mörk. Brianna Decker, Hilary Knight og Alex Carpenter komust einnig á blað.
Bandaríkin þar með búið að vinna báða sína leiki en Sviss hefur tapað báðum sínum og ekki enn skorað mark.
Mörkin má sjá hér að ofan.
Níu marka veisla hjá bandarísku stelpunum | Myndband
Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn



Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn

