Bein útsending frá Ólympíuleikunum 2014 | Dagur 4
Dagskrá leikanna má finna hér fyrir neðan en keppni dagsins verður gerð upp í samantektarþætti klukkan 22.00. Hann verður í umsjón Þorkels Gunnars Sigurbjörnssonar.
Nú er hlé á dagskránni en það má sjá samantektarþátt frá degi fjögur hér fyrir ofan.
Dagskrá 10. febrúar:
09.00 Skíðafimi kvenna
09.50 Sprettganga karla og kvenna: undankeppni
10.55 Skíðafimi kvenna (e)
12.00 Sprettganga karla og kvenna
14.00 Samantekt frá degi 3 (e)
14.30 Hlé
14.50 10 km Skíðaskotfimi kvenna
16.20 Luge sleðakeppni kvenna
17.30 Snjóbretti karla - halfpipe
18.40 500 metra skautahlaup kvenna
20.15 Skíðastökk kvenna
22.00 Samantekt frá degi 4
22.35 Íshokkí kvenna: Þýskaland-Svíþjóð (e)
Ólympíumeistarar voru krýndir í eftirtöldum greinum í dag:
Eltiganga í skíðaskotfimi kvenna: Darya Domracheva, Hvíta-Rússlandi
Sprettganga karla: Ola Vigen Hattestad, Noregi
Sprettganga kvenna: Maiken Caspersen Falla, Noregi
Slopestyle kvenna í skíðafimi: Dara Howell, Kanada
Baksleðakeppni kvenna: Natalie Geisenberger, Þýskalandi
Skíðastökk kvenna af minni palli: Carina Vogt, Þýskalandi
500 metra skautahlaup kvenna: Lee Sang-hwa, Suður-Kóreu
Hálfpípukeppni á snjóbrettum karla: Iouri Podladtchikov, Sviss
Tengdar fréttir

Stóðu ekki í fæturna í sprettgöngunni | Myndband
Sprettgangan á Ólympíuleikunum í Sotsjí var stórskemmtileg. Ekki síst fyrir þær sakir hversu illa keppendum gekk að standa í lappirnar.

Geisenberger vann gullið með glæsibrag | Myndband
Þýska sleðakonan Natalie Geisenberger er Ólympíumeistari á einmenningi í baksleðakeppni kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en hún vann með miklum yfirburðum í kvöld.

Samantekt frá þriðja degi Ólympíuleikanna | Myndband
Hér má sjá allt það helsta frá þriðja keppnisdegi á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi.

Sævar úr leik í sprettgöngunni | Myndband
Sævar Birgisson, skíðagöngukappi frá Sauðárkróki, er úr leik í sprettgöngunni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí.

Carina fyrsta konan til að vinna gull í skíðastökki
Þjóðverjinn Carina Vogt varð í kvöld fyrsta konan til að vinna gull í skíðastökki á Vetrarólympíuleikum þegar hún vann skíðastökk á minni palli á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi.

Slæm bylta í skíðafimi kvenna | Myndband
Yuki Tsubota frá Kanada var borin burt af sjúkraliðum úr skíðafimibrautinni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag eftir slæmt fall.

Domracheva Ólympíumeistari í eltigöngu | Myndband
Darya Domracheva frá Hvíta-Rússland er Ólympíumeistari í 10km eltigöngu kvenna.

Bubbi hvetur Sævar til dáða
Sævar Birgisson verður fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt í Ólympíuleikunum í Sotsjí á eftir. Hann fær góðan stuðning frá Bubba Morthens.

Svisslendingurinn IPod endaði sigurgöngu Shaun White | Myndband
Svissneski Rússinn Iouri Podladtchikov er nýr Ólympíumeistari í hálfpípu á snjóbrettum karla eftir flotta frammistöðu í úrslitunum í kvöld.

Svíþjóð burstaði Þýskaland á svellinu | Myndband
Sænska kvennalandsliðið í íshokkí burstaði það þýska, 4-0, í B-riðli Vetrarólympíuleikanna í dag.

Lee með Ólympíugull og Ólympíumet | Myndband
Hin suður-kóreska Lee Sang-Hwa varði Ólympíutitil sinn í 500 metra skautahlaupi kvenna í dag þegar hún vann gull í sinni bestu grein á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí.

Sævar lét forsetann bíða eftir sér
Sævar Birgisson keppir fyrstur Íslendinga á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag þegar hann tekur þátt í sprettgöngu. Hann ber leikunum góða sögu og segir að aðstæður séu eins og best verður á kosið.

Norðmenn unnu tvöfalt í sprettgöngunni | Myndband
Norðmenn unnu sigur í sprettgöngu karla- og kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag.

Howell öruggur sigurvegari í skíðafimi kvenna | Myndband
Dara Howell, 19 ára stúlka frá Kanada, bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur í skíðafimi kvenna á Vetrarólympíuleikunum í dag.