Sport

Þrefalt hjá Bandaríkjunum í skíðafimi karla | Myndband

Joss Christensen er Ólympíumeistari í skíðafimi karla en Bandaríkin hirtu öll verðlaunin í morgun.

Hinn 23 ára gamli Christensen gekk frá keppninni í fyrri ferð úrslitanna sem var nær fullkomin en fyrir hana fékk drengurinn 95,80 í einkunn.

Hann var bestur í allan dag og náði einnig tveimur bestu ferðunum í undankeppninni. Svo sannarlega vel að sigrinum kominn.

Hann renndi sér svo síðastur niður brekkuna vitandi að hann væri orðinn Ólympíumeistari. Fyrir síðustu ferðina fékk hann 93,80 sem hefði einnig dugað til sigurs. Hann fór ekki eina ferð í dag án þess að fá yfir 90 í einkunn.

Gus Kenworthy frá Bandaríkjunum fékk silfrið en hann náði flottri ferð upp á 93,60 í seinni ferðinni í úrslitum eftir að mistakast í þeirri fyrri.

Nicholas Goepper hirti svo bronsið með ferð upp á 92,40 en honum fataðist flugið í seinni ferðinni þannig hann gat ekki gert atlögu að gullverðlaunum Christensens.

Norðmaðurinn Andreas Håtveit varð fjórði og Bretinn James Woods fimmti í þessari fyrstu keppni sögunnar í skíðafimi á Vetrarólympíuleikunum.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×