Martin Fourcade varð þar með fyrstur til að vinna tvö einstaklingsgull á leikunum og jafnframt fyrsti Frakkinn til að vinna tvö Ólympíugull á sömu Vetrarólympíuleikum síðan að alpagreinamaðurinn Jean-Claude Killy vann þrjú gull á leikunum í Grenoble árið 1968.
Martin Fourcade byrjaði ekki vel í fyrstu grein leikana en vann glæsilegan sigur í 12,5 km eltigöngu sem fór fram á mánudaginn. Þetta eru þriðji Ólympíuverðlaun hans en hann vann silfur í 15 km göngu í Vancouver fyrir fjórum árum.
Fourcade klikkaði bara á einu skoti af 20 í keppninni í dag og varð 12,2 sekúndum á undan Þjóðverjanum Erik Lesser. Lesser klikkaði ekki á skoti en varð að sætta sig við silfrið.
Rússinn Evgeniy Garanichev hóf fyrstur keppni í dag og endaði á að vinna bronsið. Norðmaðurinn Ole Einer Björndalen klikkaði aftur á tækifærinu á að verða eini íþróttamaðurinn með 13 verðlaun á Vetrarólympíuleikum en hann endaði í 34. sæti.




