Óvíst hvort Stefán Logi áfrýi Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2014 13:30 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Stefáns Loga segir óvíst hvort dóminum verði áfrýjað. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Stefáns Loga Sívarssonar vildi ekki tjá sig um hvernig Stefán Logi hafi tekið dómnum sem kveðinn var upp yfir honum fyrr í dag, né heldur liggur fyrir hvort dómnum verði áfrýjað. „Þetta er yfirgripsmikill dómur og það gefur augaleið að ekki hefur tekist að fara yfir forsendur dómsins á þessum stutta tíma sem liðinn er frá því að hann féll. Það verður skoðað. Það var auðvitað sýknað af ýmsum atriðum í þessum dómi, bæði í ákveðnum ákæruliðum og sakagiftum um húsbrot. En, ég get ekki tjáð mig frekar um afstöðu umbjóðenda míns til áfrýjunar.“Nú virðist það vera svo að dómarinn hafi tekið fullt tillit til krafna saksóknara? Vilhjálmur segir það rétt. Og bendir á að dómarinn hafi að auki hækkað refsingu, miðað við kröfur saksóknara, á tvo sakborninga í málinu en reyndar lækkað á tvo aðra. „En, hvort áfrýjað verður veltur á forsendum dómsins.“ Mikil spenna var í héraðsdómi Reykjavíkur, sal 101 þegar dómur var kveðinn upp í hinu svonefnda Stokkseyrarmáli. Allir helstu fjölmiðlar landsins voru mættir á vettvang en sakborningarnir voru ekki viðstaddir. Enginn þeirra. Sakborningar voru ákærðir fyrir að hafa í um sólarhring gengið grimmilega í skrokk á fórnarlambi sínu, eins og rakið hefur verið ítarlega í fréttum. Fram hefur komið að saksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, krafðist á bilinu þriggja til sex ára fangelisrefsingar á hendur ákærðu í Stokkseyrarmálinu. Svo virðist sem dómari hafi tekið tillit til kröfu saksóknara. Þyngstrar refsingar var krafist á hendur Stefáns Loga Sívarssonar, sem er sagður forsprakki í málinu. Þá krafðist saksóknari fimm og hálfs árs fangelsi yfir Stefáni Blackburn og 3-4 ára fangelsi yfir öðrum sakborningum. Allir ákærðu hafa neitað sök í málinu. Verjandi Stefáns Blacburn hefur sagt að hann telji hæfilega refsingu ákærða í þessu máli er tíu til tólf mánaða fangelsi. Hann hefur sakað ákæruvaldið um að nýta sér fjölmiðla til að sverta mannorð ákærðu í málinu, með því að ýja að því að ákærðu hefðu framið kynferðisbrot gegn öðrum brotaþola þó að ekkert hefði fengist sannað í þeim efnum. Stokkseyrarmálið Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Stefáns Loga Sívarssonar vildi ekki tjá sig um hvernig Stefán Logi hafi tekið dómnum sem kveðinn var upp yfir honum fyrr í dag, né heldur liggur fyrir hvort dómnum verði áfrýjað. „Þetta er yfirgripsmikill dómur og það gefur augaleið að ekki hefur tekist að fara yfir forsendur dómsins á þessum stutta tíma sem liðinn er frá því að hann féll. Það verður skoðað. Það var auðvitað sýknað af ýmsum atriðum í þessum dómi, bæði í ákveðnum ákæruliðum og sakagiftum um húsbrot. En, ég get ekki tjáð mig frekar um afstöðu umbjóðenda míns til áfrýjunar.“Nú virðist það vera svo að dómarinn hafi tekið fullt tillit til krafna saksóknara? Vilhjálmur segir það rétt. Og bendir á að dómarinn hafi að auki hækkað refsingu, miðað við kröfur saksóknara, á tvo sakborninga í málinu en reyndar lækkað á tvo aðra. „En, hvort áfrýjað verður veltur á forsendum dómsins.“ Mikil spenna var í héraðsdómi Reykjavíkur, sal 101 þegar dómur var kveðinn upp í hinu svonefnda Stokkseyrarmáli. Allir helstu fjölmiðlar landsins voru mættir á vettvang en sakborningarnir voru ekki viðstaddir. Enginn þeirra. Sakborningar voru ákærðir fyrir að hafa í um sólarhring gengið grimmilega í skrokk á fórnarlambi sínu, eins og rakið hefur verið ítarlega í fréttum. Fram hefur komið að saksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, krafðist á bilinu þriggja til sex ára fangelisrefsingar á hendur ákærðu í Stokkseyrarmálinu. Svo virðist sem dómari hafi tekið tillit til kröfu saksóknara. Þyngstrar refsingar var krafist á hendur Stefáns Loga Sívarssonar, sem er sagður forsprakki í málinu. Þá krafðist saksóknari fimm og hálfs árs fangelsi yfir Stefáni Blackburn og 3-4 ára fangelsi yfir öðrum sakborningum. Allir ákærðu hafa neitað sök í málinu. Verjandi Stefáns Blacburn hefur sagt að hann telji hæfilega refsingu ákærða í þessu máli er tíu til tólf mánaða fangelsi. Hann hefur sakað ákæruvaldið um að nýta sér fjölmiðla til að sverta mannorð ákærðu í málinu, með því að ýja að því að ákærðu hefðu framið kynferðisbrot gegn öðrum brotaþola þó að ekkert hefði fengist sannað í þeim efnum.
Stokkseyrarmálið Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Sjá meira