Alla Tsuper stóð óvænt uppi sem sigurvegari á sínum fimmtu Ólympíuleikum eftir mjög skrautlega keppni þar sem alltof margir keppendur í úrslitunum féllu illa í brautinni.
Alla Tsuper, sem er orðin 34 ára gömul, endaði með einkunnina 98.01 en í öðru sæti var hin kínverska með einkunn upp á 83.50. Fráfarandi Ólympíumeistari, Lydia Lassila frá Ástralíu, fékk síðan bronsið en einkunn hennar var upp á 72.12. Öðrum keppendum gekk ekki nærri því eins vel.
Alla Tsuper var þarna að keppa á sínum fimmtu Ólympíuleikum og var því búin að bíða lengi eftir verðlaunum. Hún hefur þó aldrei verið nálægt verðlaunum fyrr en í þessari keppni.
Tsuper varð í 5. sæti á ÓL 1998 þegar hún keppti fyrir Úkraínu og var aðeins 19 ára gömul. Tsuper endaði síðan í 9. sæti á Ól 2002, í 10. sæti á Ól 2010 og varð síðan í áttunda sæti fyrir fjórum árum.




