Bæturnar hefðu mátt vera hærri Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 14. febrúar 2014 20:11 Húsið á Stokkseyri þar sem hin hrottafullaárás fór fram. Bæturnar fyrir eitt fórnarlambanna í Stokkseyrarmálinu hefðu mátt vera hærri, að mati réttargæslumanns hans, Björns Jóhannessonar hæstaréttarlögmanns. „Þetta var svo hrottafengin árás á umbjóðanda minn,“ segir hann. Umbjóðandi Björns er sá sem var haldið í tæpan sólarhring og meðal annars fluttur í hús á Stokkseyri. Þar var ráðist á manninn og hann meðal annars sleginn með belti og einhvers konar snúru í líkamann áður en hann var afklæddur og skilinn eftir nakinn með svartan plastpoka um sig í kjallara hússins. Hann var bundinn við burðarstoð með beisli um höfuðið þannig að mélin voru í munni hans. Maðurinn krafðist rúmlega sex milljóna króna í bætur vegna árásarinnar. Hann fékk tvær og hálfa milljón í miskabætur og bætur fyrir vinnutap og tannlæknakostnað en ein tönn brotnaði í árásinni. Samtals nam bótafjárhæðin tæpum þremur milljónum króna. Maðurinn getur ekki áfrýjað þeim þætti málsins sem snýr að bótunum til Hæstaréttar og aðeins verður fjallað um þann þátt málsins fyrir Hæstarétti ef ákæruvaldið eða hinir dæmdu áfrýja dómnum. „Þeir eru allir samábyrgir fyrir allri fjárhæðinni,“ segir Björn. Ríkissjóður ábyrgist greiðslu bótanna. En samkvæmt lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota kemur fram að ríkissjóður greiðir bætur fyrir miska upp að þremur milljónum króna. Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Stokkseyrarmálið: „Ég þori ekki að vera í Reykjavík“ Tekin var skýrsla af seinni manninum sem sætti misþyrmingum í Stokkseyrarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Hann lýsir hryllilegum misþyrmingum sem hafi haft varanleg áhrif á hann. 9. desember 2013 18:09 Ákærðu í Stokkseyrarmálinu verða ekki viðstaddir vitnaleiðslur Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur. 7. desember 2013 21:14 Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 06:45 Ákærðu fá ekki að vera viðstaddir vitnaleiðslur Fyrirtaka í Stokkseyramálinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi í dag. Þar var tekist á um hvort sakborningum í málinu verði gert að víkja úr dómsal meðan á vitnaleiðslum stendur. Aðalmeðferð í málinu hefst á mánudag og standa yfir í þrjá daga. 5. desember 2013 12:22 Stefán Logi: „Ég var mjög illa haldinn andlega og líkamlega“ Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stokkseyrarmálinu svokallaða í morgun, þar sem fimm menn eru ákærðir meðal annars fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 11:28 Faðir Stokkseyrarfórnarlambsins: "Algerlega brotinn á líkama og sál“ Manninum sem var misþyrmt næturlangt á höfuðborgarsvæðinu og Stokkseyri er breyttur maður eftir aðfarirnar sagði faðir hans í skýrslutöku í dag. 10. desember 2013 17:02 Stefán Logi og Stefán Blackburn dæmdir í sex ára fangelsi Dómur var kveðinn upp í Stokkseyrarmálinu rétt í þessu. 14. febrúar 2014 13:02 Stokkseyrarmálið: Vitni segist hafa logið við skýrslutöku Kona sem stödd var í samkvæminu í Breiðholti þar sem árásirnar í Stokkseyrarmálinu svokallaða hófust, gaf skýrslu eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 10. desember 2013 15:56 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Sjá meira
Bæturnar fyrir eitt fórnarlambanna í Stokkseyrarmálinu hefðu mátt vera hærri, að mati réttargæslumanns hans, Björns Jóhannessonar hæstaréttarlögmanns. „Þetta var svo hrottafengin árás á umbjóðanda minn,“ segir hann. Umbjóðandi Björns er sá sem var haldið í tæpan sólarhring og meðal annars fluttur í hús á Stokkseyri. Þar var ráðist á manninn og hann meðal annars sleginn með belti og einhvers konar snúru í líkamann áður en hann var afklæddur og skilinn eftir nakinn með svartan plastpoka um sig í kjallara hússins. Hann var bundinn við burðarstoð með beisli um höfuðið þannig að mélin voru í munni hans. Maðurinn krafðist rúmlega sex milljóna króna í bætur vegna árásarinnar. Hann fékk tvær og hálfa milljón í miskabætur og bætur fyrir vinnutap og tannlæknakostnað en ein tönn brotnaði í árásinni. Samtals nam bótafjárhæðin tæpum þremur milljónum króna. Maðurinn getur ekki áfrýjað þeim þætti málsins sem snýr að bótunum til Hæstaréttar og aðeins verður fjallað um þann þátt málsins fyrir Hæstarétti ef ákæruvaldið eða hinir dæmdu áfrýja dómnum. „Þeir eru allir samábyrgir fyrir allri fjárhæðinni,“ segir Björn. Ríkissjóður ábyrgist greiðslu bótanna. En samkvæmt lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota kemur fram að ríkissjóður greiðir bætur fyrir miska upp að þremur milljónum króna.
Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Stokkseyrarmálið: „Ég þori ekki að vera í Reykjavík“ Tekin var skýrsla af seinni manninum sem sætti misþyrmingum í Stokkseyrarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Hann lýsir hryllilegum misþyrmingum sem hafi haft varanleg áhrif á hann. 9. desember 2013 18:09 Ákærðu í Stokkseyrarmálinu verða ekki viðstaddir vitnaleiðslur Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur. 7. desember 2013 21:14 Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 06:45 Ákærðu fá ekki að vera viðstaddir vitnaleiðslur Fyrirtaka í Stokkseyramálinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi í dag. Þar var tekist á um hvort sakborningum í málinu verði gert að víkja úr dómsal meðan á vitnaleiðslum stendur. Aðalmeðferð í málinu hefst á mánudag og standa yfir í þrjá daga. 5. desember 2013 12:22 Stefán Logi: „Ég var mjög illa haldinn andlega og líkamlega“ Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stokkseyrarmálinu svokallaða í morgun, þar sem fimm menn eru ákærðir meðal annars fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 11:28 Faðir Stokkseyrarfórnarlambsins: "Algerlega brotinn á líkama og sál“ Manninum sem var misþyrmt næturlangt á höfuðborgarsvæðinu og Stokkseyri er breyttur maður eftir aðfarirnar sagði faðir hans í skýrslutöku í dag. 10. desember 2013 17:02 Stefán Logi og Stefán Blackburn dæmdir í sex ára fangelsi Dómur var kveðinn upp í Stokkseyrarmálinu rétt í þessu. 14. febrúar 2014 13:02 Stokkseyrarmálið: Vitni segist hafa logið við skýrslutöku Kona sem stödd var í samkvæminu í Breiðholti þar sem árásirnar í Stokkseyrarmálinu svokallaða hófust, gaf skýrslu eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 10. desember 2013 15:56 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Sjá meira
Stokkseyrarmálið: „Ég þori ekki að vera í Reykjavík“ Tekin var skýrsla af seinni manninum sem sætti misþyrmingum í Stokkseyrarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Hann lýsir hryllilegum misþyrmingum sem hafi haft varanleg áhrif á hann. 9. desember 2013 18:09
Ákærðu í Stokkseyrarmálinu verða ekki viðstaddir vitnaleiðslur Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur. 7. desember 2013 21:14
Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 06:45
Ákærðu fá ekki að vera viðstaddir vitnaleiðslur Fyrirtaka í Stokkseyramálinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi í dag. Þar var tekist á um hvort sakborningum í málinu verði gert að víkja úr dómsal meðan á vitnaleiðslum stendur. Aðalmeðferð í málinu hefst á mánudag og standa yfir í þrjá daga. 5. desember 2013 12:22
Stefán Logi: „Ég var mjög illa haldinn andlega og líkamlega“ Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stokkseyrarmálinu svokallaða í morgun, þar sem fimm menn eru ákærðir meðal annars fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 11:28
Faðir Stokkseyrarfórnarlambsins: "Algerlega brotinn á líkama og sál“ Manninum sem var misþyrmt næturlangt á höfuðborgarsvæðinu og Stokkseyri er breyttur maður eftir aðfarirnar sagði faðir hans í skýrslutöku í dag. 10. desember 2013 17:02
Stefán Logi og Stefán Blackburn dæmdir í sex ára fangelsi Dómur var kveðinn upp í Stokkseyrarmálinu rétt í þessu. 14. febrúar 2014 13:02
Stokkseyrarmálið: Vitni segist hafa logið við skýrslutöku Kona sem stödd var í samkvæminu í Breiðholti þar sem árásirnar í Stokkseyrarmálinu svokallaða hófust, gaf skýrslu eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 10. desember 2013 15:56