„Forsætisráðherra er að verða eins og fótboltamaður sem er alltaf að reyna fiska vítaspyrnu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2014 16:41 Þátturinn Mín skoðun í umsjón Mikaels Torfasonar var á dagskrá í dag klukkan 13 í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi í dag. Þau Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum fóru yfir ýmis málefni, meðal annars fréttir síðustu viku. „Maður verður að velta fyrir sér orðfærinu hjá forsætisráðherranum þegar hann segir að Seðlabankinn sé óumbeðið að koma með mat á stærstu efnahagsaðgerð veraldarsögunnar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir í þættinum í dag og gagnrýndi hún ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, á viðskiptaþinginu í vikunni. Þar sagði Sigmundur Davíð að Seðlabankinn hafi „óumbeðinn“ lagst í greiningu á skuldaleiðréttingum ríkisstjórnarinnar. Þess má geta að Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun. Elliði Vignisson líkti því næst Sigmundi Davíð við knattspyrnumann sem væri ítrekað að reyna fiska vítaspyrnu í leik. „Forsætisráðherra er að verða eins og fótboltamaður sem er alltaf að reyna fiska vítaspyrnu án þess að nokkur komi við hann og liggur hann alltaf í teignum eins og [Didier] Drogba gerði um tíma,“ sagði Elliði Vignisson í þættinum í dag. „Við megum samt ekki gleyma að í umræddri ræðu er hann að koma fram með mikilvæg mál og fara yfir mikilvægt efni. Eitt af því sem er svo áberandi í kjölfarið af þessari ræðu er þessi gjá milli hans sem forsætisráðherra ríkisstjórnar Íslands og stjórnanda Seðlabanka Íslands. Þetta skaðar okkur öll, þetta skaðar aðila á markaði, þetta skaðar viðhorf alþjóðlegra matsfyrirtækja á landinu og þar með hefur þetta áhrif á okkur öll.“ Hér að ofan má sjá myndskeið frá umræðu milli Mikaels, Svandísar og Elliða um fréttir vikunnar. Mín skoðun Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
Þátturinn Mín skoðun í umsjón Mikaels Torfasonar var á dagskrá í dag klukkan 13 í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi í dag. Þau Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum fóru yfir ýmis málefni, meðal annars fréttir síðustu viku. „Maður verður að velta fyrir sér orðfærinu hjá forsætisráðherranum þegar hann segir að Seðlabankinn sé óumbeðið að koma með mat á stærstu efnahagsaðgerð veraldarsögunnar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir í þættinum í dag og gagnrýndi hún ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, á viðskiptaþinginu í vikunni. Þar sagði Sigmundur Davíð að Seðlabankinn hafi „óumbeðinn“ lagst í greiningu á skuldaleiðréttingum ríkisstjórnarinnar. Þess má geta að Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun. Elliði Vignisson líkti því næst Sigmundi Davíð við knattspyrnumann sem væri ítrekað að reyna fiska vítaspyrnu í leik. „Forsætisráðherra er að verða eins og fótboltamaður sem er alltaf að reyna fiska vítaspyrnu án þess að nokkur komi við hann og liggur hann alltaf í teignum eins og [Didier] Drogba gerði um tíma,“ sagði Elliði Vignisson í þættinum í dag. „Við megum samt ekki gleyma að í umræddri ræðu er hann að koma fram með mikilvæg mál og fara yfir mikilvægt efni. Eitt af því sem er svo áberandi í kjölfarið af þessari ræðu er þessi gjá milli hans sem forsætisráðherra ríkisstjórnar Íslands og stjórnanda Seðlabanka Íslands. Þetta skaðar okkur öll, þetta skaðar aðila á markaði, þetta skaðar viðhorf alþjóðlegra matsfyrirtækja á landinu og þar með hefur þetta áhrif á okkur öll.“ Hér að ofan má sjá myndskeið frá umræðu milli Mikaels, Svandísar og Elliða um fréttir vikunnar.
Mín skoðun Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira