Fyrirtaka verður í Kaupþingsmálinu í dag en verjendur sakborninga munu þá leggja fram matsbeiðnir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Níu fyrrverandi starfsmenn Kaupþings eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik.
Sérstakur saksóknari telur að umrædd brot hafi átt sér stað á árunum fyrir hrun.
Þeir ákærðu eru eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg.
Einnig eru þau Sigurður Einarsson, Einar Pálmi Sigmundsson, Birnir Sær Björnsson, Pétur Kristinn Guðmarsson, Bjarki H Diego og Björk Þórarinsdóttir ákærð í málinu.

