Trillurnar fóru áður á brennu en teljast nú menningararfur Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2014 19:31 Litlu trillurnar sem áður héldu uppi atvinnu í þorpum hringinn í kringum landið hafa margar endað feril sinn á áramótabrennu. Núna er komin upp vakning um að varðveita gömlu trébátana sem merkan þátt í atvinnusögu þjóðarinnar. Talið er að Íslendingar hafi átt um þúsund trillur þegar mest var. Þær voru hins vegar hægfara og véku hratt þegar hraðfiskibátar úr trefjaplasti tóku að birtast upp úr 1980. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, verður Seyðisfjörður heimsóttur og fjallað um hvernig gömlu timburhúsin þar í bæ eru gerð upp og nýtt til atvinnusköpunar. En rétt eins og með öll litríku húsin í bænum hafa Seyðfirðingar líka áhuga á að varðveita gamla trébáta. Hjónin Ólafur Sveinbjörnsson og Ingibjörg Stefánsdóttir segja í þættinum frá bátnum sem þau keyptu frá Vopnafirði á síðasta ári í því skyni að gera upp. Hann var upphaflega smíðaður á Borgarfirði eystra fyrir um 40 árum úr eik og furu. Áhugann á gömlum bátum hefur Ólafur frá föður sínum sem var útgerðarmaður í Neskaupstað og gerði út eikarbáta. Nú á að taka þennan í gegn.Báturinn var smíðaður á Borgarfirði eystra fyrir 40 árum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ólafur segir þetta mikið verk, nokkurra ára vinna sé framundan. Hann segir þetta lið í því að varðveita söguna. Þessir bátar hafi haldið uppi atvinnu í öllum þessum litlu plássum. „Þetta er held ég að verða vakning að vernda þessa gömlu báta,“ segir Ólafur. „Þeir fóru á brennurnar hérna áður,“ segir Ingibjörg. Þau segjast hafa þannig horft á eftir mörgum fallegum bátum sem hafi verið mikil synd. Þau segjast samt ekki ætla að hafa bátinn sem safngrip uppi á landi. Honum eigi að sjálfsögðu að sigla. Hann verði nýttur sem sportbátur fyrir fjölskylduna til að sigla um Seyðisfjörð og jafnvel yfir í næstu firði á góðviðrisdögum á sumrin. Seyðisfjörður Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Litlu trillurnar sem áður héldu uppi atvinnu í þorpum hringinn í kringum landið hafa margar endað feril sinn á áramótabrennu. Núna er komin upp vakning um að varðveita gömlu trébátana sem merkan þátt í atvinnusögu þjóðarinnar. Talið er að Íslendingar hafi átt um þúsund trillur þegar mest var. Þær voru hins vegar hægfara og véku hratt þegar hraðfiskibátar úr trefjaplasti tóku að birtast upp úr 1980. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, verður Seyðisfjörður heimsóttur og fjallað um hvernig gömlu timburhúsin þar í bæ eru gerð upp og nýtt til atvinnusköpunar. En rétt eins og með öll litríku húsin í bænum hafa Seyðfirðingar líka áhuga á að varðveita gamla trébáta. Hjónin Ólafur Sveinbjörnsson og Ingibjörg Stefánsdóttir segja í þættinum frá bátnum sem þau keyptu frá Vopnafirði á síðasta ári í því skyni að gera upp. Hann var upphaflega smíðaður á Borgarfirði eystra fyrir um 40 árum úr eik og furu. Áhugann á gömlum bátum hefur Ólafur frá föður sínum sem var útgerðarmaður í Neskaupstað og gerði út eikarbáta. Nú á að taka þennan í gegn.Báturinn var smíðaður á Borgarfirði eystra fyrir 40 árum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ólafur segir þetta mikið verk, nokkurra ára vinna sé framundan. Hann segir þetta lið í því að varðveita söguna. Þessir bátar hafi haldið uppi atvinnu í öllum þessum litlu plássum. „Þetta er held ég að verða vakning að vernda þessa gömlu báta,“ segir Ólafur. „Þeir fóru á brennurnar hérna áður,“ segir Ingibjörg. Þau segjast hafa þannig horft á eftir mörgum fallegum bátum sem hafi verið mikil synd. Þau segjast samt ekki ætla að hafa bátinn sem safngrip uppi á landi. Honum eigi að sjálfsögðu að sigla. Hann verði nýttur sem sportbátur fyrir fjölskylduna til að sigla um Seyðisfjörð og jafnvel yfir í næstu firði á góðviðrisdögum á sumrin.
Seyðisfjörður Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira