Bandaríkin og Kanada lentu ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í undanúrslitum íshokkíkeppni kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí.
Bandaríkin fór illa með Svía í fyrri leik dagsins, 6-1, og áttu 70 skot í leiknum en Svíar aðeins níu.
Þær bandarísku eiga þó erfiðari leik í vændum á fimmtudag en þá mæta þær Kanada í úrslitaleiknum. Kanada, sem hefur unnið gull á þremur síðustu leikum, vann Sviss í hinum undanúrslitaleiknum, 3-1.
Þetta eru án nokkurs vafa tvö bestu lið heimsins í dag og má búast við gríðarlega spennandi viðureign um gullið. Leikurinn hefst klukkan 17.00 á fimmtudag.
Erkifjendur mætast í úrslitunum

Tengdar fréttir

Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 10
Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en tíundi keppnisdagur leikanna er í dag.