Franskar sjónvarpsstöðvar vilja kæfa Netflix í fæðingu Jóhannes Stefánsson skrifar 18. febrúar 2014 09:00 Franskar sjónvarpsstöðvar kæra sig ekki um að Francis Underwood og félagar verði til sýnis á sjónvarpsskjám landsmanna að stöðvunum forspurðum. Vísir/AFP Forstjórar stærstu einkareknu sjónvarpsstöðva Frakklands vilja að ríkið grípi tafarlaust í taumana svo að erlendir samkeppnisaðilar komist ekki á þarlendan markað. Ástæðan er sú að Google, Apple og Netflix hyggjast bjóða upp á þjónustu sína í Frakklandi á næstu misserum. Forstjórar TF1, Canal+ og M6 hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa og hafa óskað eftir fundi með menningarmálaráðherra Frakklands, Aurelie Filipetti, til að ræða „aðkallandi aðgerðir“ til að endurskipuleggja geirann. Þeir segjast hafa miklar áhyggjur af „umróti sem hlotist geti af tilkomu nýrra aðila“ sem hafa verið leiðandi í að bjóða upp á afþreyingarefni heimshorna á milli. Þeir segja að aðgerðaleysi stjórnvalda í málinu hafi mjög neikvæð áhrif á geira sem mikil stöðnun hefur ríkt í. Þá gagnrýna þeir harðlega viðleitni þessara fyrirtækja til að lágmarka skattgreiðslur sínar, sem þeir segja vera fráleita.The Local greinir frá. Netflix Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Forstjórar stærstu einkareknu sjónvarpsstöðva Frakklands vilja að ríkið grípi tafarlaust í taumana svo að erlendir samkeppnisaðilar komist ekki á þarlendan markað. Ástæðan er sú að Google, Apple og Netflix hyggjast bjóða upp á þjónustu sína í Frakklandi á næstu misserum. Forstjórar TF1, Canal+ og M6 hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa og hafa óskað eftir fundi með menningarmálaráðherra Frakklands, Aurelie Filipetti, til að ræða „aðkallandi aðgerðir“ til að endurskipuleggja geirann. Þeir segjast hafa miklar áhyggjur af „umróti sem hlotist geti af tilkomu nýrra aðila“ sem hafa verið leiðandi í að bjóða upp á afþreyingarefni heimshorna á milli. Þeir segja að aðgerðaleysi stjórnvalda í málinu hafi mjög neikvæð áhrif á geira sem mikil stöðnun hefur ríkt í. Þá gagnrýna þeir harðlega viðleitni þessara fyrirtækja til að lágmarka skattgreiðslur sínar, sem þeir segja vera fráleita.The Local greinir frá.
Netflix Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira