Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funduðu í morgun vegna Evrópuskýrslunnar sem Hagfræðistofnun Íslands vann fyrir ríkisstjórnina.
Fréttastofa hefur skýrsluna undir höndum og má sjá hana hér að neðan auk viðaukanna sem henni fylgir.
Fyrr í dag var fjallað um niðurstöðukafla skýrslunnar hér á Vísi.
Skýrslunni verður dreift til Alþingismanna í dag og í kjölfarið gerð aðgengilega almenningi á vef þingsins. Hún verður til umræðu á þinginu á morgun.
