Tékkland tryggði sér sæti í fjórðungsúrlslitum í íshokkí karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí eftir sigur á Slóvakíu í dag, 5-3.
Tékkar komust í 4-0 forystu með mörkum þeirra Alex Hemsky, David Krejci og Roman Cervenka en sá síðastnefndi skoraði tvö þeirra.
En Slóvakar komu til baka með því að skora þrjú mörk á tíu mínútna kafla. Marian Hossa skoraði tvö og Tomas Surovy eitt.
Það fór því um Tékkana sem tryggðu sér að lokum 5-3 sigur með marki Tomas Plekanec á lokamínútu leiksins.
Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Leikirnir í fjórðungsúrslitum á morgun:
Svíþjóð - Slóvenía (kl. 08.00)
Finnland - Rússland (kl. 12.30)
Kanada - Lettland (kl. 17.00)
Bandaríkin - Tékkland (kl. 17.00)
Endurkoma Slóvakíu dugði ekki til | Myndband
Tengdar fréttir

Tapaði öllum leikjunum í riðlinum en komst áfram
Lettland vann afar óvæntan sigur á Sviss í íshokkí karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í kvöld og tryggði sér þar með sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar.

Heimamenn komust bakdyramegin í átta liða úrslitin | Myndband
Rússland vann Noreg, 4-0, í umspili um sæti í 8 liða úrslitum í íshokkí karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag.