Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB viðræður Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2014 19:53 Mikill meirihluti kjósenda allra stjórnmálaflokka vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þrír fjórðu landsmanna vill að kosið verði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Fjörtíu og níu prósent er hins vegar andvíg inngöngu Íslands í sambandið. Niðurstöður nýrrar könnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins um afstöðu landsmanna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið voru kynntar í nýjum þætti Mikaels Torfasonar, Mín skoðun, á Stöð 2 í dag. 74,6 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja að greidd verði atkvæði samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en 25,4 prósent vilja það ekki. Konur eru heldur hlyntari atkvæðagreiðslunni, eða 77 prósent borið saman við 72 prósent karla, en 28 prósent þeirra vilja ekki slíka atkvæðagreiðslu og 23 prósent kvenna vilja það ekki heldur. 65 til 85 prósent stuðningsmanna stjórnmálaflokkanna vilja að kosið verði um viðræðurnar næsta vor. 85, prósent þeirra sem myndu kjósa Bjarta framtíð, 69 prósent kjósenda Framsóknarflokksins, 65 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins, 81 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 66 prósent kjósenda Vinstri grænna og 84 prósent kjósenda Pírada.Stuðningurinn við atkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna er svipaður eftir kjördæmum. Hann er 78 prósent í Reykjavík, 74 prósent í Norðvesturkjördæmi, 79 prósent í Norðausturkjördæmi, 67 prósent í Suðurkjördæmi þar sem hann er minnstur og 71 prósent í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir aldri.En þótt mikill meirihluti sé hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu næsta vor um framhald viðræðna, eru aðeins 26 prósent hlynt aðild að Evrópusambandinu nú þegar, en anstæðingar aðildar sem lengst af hafa verið töluvert yfir helmingi kjósenda, eru nú í 49 prósentum og er afstaða kynjanna nokkuð jöfn.Stuðningurinn við aðild er minnstur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins eða 10 prósent, 19 prósent Framsóknarmanna styðja aðild, 48 prósent kjósneda Bjartrar framtíðar, 58 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 20 prósent kjósenda Vinstri grænna og 47 prósent kjósenda Pírata vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið. Mín skoðun Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Mikill meirihluti kjósenda allra stjórnmálaflokka vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þrír fjórðu landsmanna vill að kosið verði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Fjörtíu og níu prósent er hins vegar andvíg inngöngu Íslands í sambandið. Niðurstöður nýrrar könnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins um afstöðu landsmanna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið voru kynntar í nýjum þætti Mikaels Torfasonar, Mín skoðun, á Stöð 2 í dag. 74,6 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja að greidd verði atkvæði samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en 25,4 prósent vilja það ekki. Konur eru heldur hlyntari atkvæðagreiðslunni, eða 77 prósent borið saman við 72 prósent karla, en 28 prósent þeirra vilja ekki slíka atkvæðagreiðslu og 23 prósent kvenna vilja það ekki heldur. 65 til 85 prósent stuðningsmanna stjórnmálaflokkanna vilja að kosið verði um viðræðurnar næsta vor. 85, prósent þeirra sem myndu kjósa Bjarta framtíð, 69 prósent kjósenda Framsóknarflokksins, 65 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins, 81 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 66 prósent kjósenda Vinstri grænna og 84 prósent kjósenda Pírada.Stuðningurinn við atkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna er svipaður eftir kjördæmum. Hann er 78 prósent í Reykjavík, 74 prósent í Norðvesturkjördæmi, 79 prósent í Norðausturkjördæmi, 67 prósent í Suðurkjördæmi þar sem hann er minnstur og 71 prósent í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir aldri.En þótt mikill meirihluti sé hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu næsta vor um framhald viðræðna, eru aðeins 26 prósent hlynt aðild að Evrópusambandinu nú þegar, en anstæðingar aðildar sem lengst af hafa verið töluvert yfir helmingi kjósenda, eru nú í 49 prósentum og er afstaða kynjanna nokkuð jöfn.Stuðningurinn við aðild er minnstur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins eða 10 prósent, 19 prósent Framsóknarmanna styðja aðild, 48 prósent kjósneda Bjartrar framtíðar, 58 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 20 prósent kjósenda Vinstri grænna og 47 prósent kjósenda Pírata vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Mín skoðun Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira