Fótbolti

Juventus sigraði Ítalíuslaginn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn Juventus
Leikmenn Juventus Vísir/Getty
Juventus sýndi yfirburði sína í öruggum sigri á heimavelli gegn Inter í ítölsku deildinni í kvöld. Juventus náði þriggja marka forskoti eftir klukkutíma leik en leikmenn Inter náðu að klóra í bakkan þegar korter var til leiksloka.

Mikill rígur er á milli liðanna og er talað um Ítalíuslaginn þegar þessi lið mætast. Stephan Lichsteiner, Giorgio Chiellini og Arturo Vidal skoruðu mörk Juventus áður en Rolando minnkaði muninn fyrir Inter.

Með sigrinum er Juventus komið með níu stiga forskot á toppi deildarinnar þótt Roma eigi leik til góða eftir að leik þeirra gegn Parma var frestað í dag. Það virðist hinsvegar fátt geta stöðvað Juventus heima fyrir í deildarkeppninni þar sem þeir hafa ekki tapað síðan 20. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×