Parið brosti blítt til aðdáenda sinna og tóku í hendina á mörgum sem höfðu lagt leið sína á veitingastaðinn til að berja parið augum.
Angelina og Brad hafa eytt miklum tíma í sundur uppá síðkastið vegna vinnunnar. Brad hefur verið að leika í kvikmyndinni Fury í London og Angelina hefur verið að leikstýra myndinni Unbroken í Ástralíu.
Brad hefur ferðast mikið til Ástralíu til að vera með Angelinu og börnunum þeirra sex en þetta er í eitt af fyrstu skiptunum í margar vikur sem parið kemst á stefnumót tvö ein.

