Aðstæður í Sotsjí ekki verri en í Atlanta Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2014 15:35 Fjölmiðlafólk hefur mikið sagt frá lélegum aðbúnaði í Sotsjí. Kristján Kristjánsson segir aðstæður hafa einnig verið slæmar í Atlanta á sínum tíma. Kristján H. Kristjánsson vann við öryggisgæslu á Ólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum 1996 og segir umfjöllun fjölmiðla um slæman aðbúnað í Sotsjí í Rússlandi ósanngjarna. Aðstæður í Bandaríkjunum á sínum tíma hafi ekki verið betri en þær séu í Rússlandi. Kristján sem þá vann sem rannsóknarlögreglumaður fór til Atlanta til að vinna við öryggisgæslu í sjálfboðavinnu. „Við vorum þarna löggur frá mörgum löndum víða um heiminn að vinna við öryggisgæslu í sjálfboðavinnu. Maður fékk innsýn inn í umfangið og ferðin var mjög áhugaverð,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Hann skrifaði athugasemd við frétt á Vísi í gær um aðbúnað í Sotsjí. „Í athugasemdinni talaði ég um aðstöðuna í Atlanta. Við vorum mjög ósáttir við hana og mér sýnist hún ekkert hafa verið betri í Bandaríkjunum en hún er í Rússlandi.“ „Við vorum á heimavist Háskóla, sem var í raun í fátækrahverfi. Hverfið var mjög hættulegt og við þorðum ekki að fara neitt nema í rútum. Það voru kakkalakkar á herbergjunum og þetta var allt saman mjög skrautlegt. Þá var ráðist á menn sem voru að fara á veitingastað skammt frá.“ Einnig heyrði Kristján sögusagnir af því að skotið hefði verið inn um glugga hjá nokkrum norskum lögreglumönnum sem hefðu farið heim til Noregs í framhaldi af því. „Varðandi þessa tilteknu frétt þá er kranavatn hættulegt í mörgum löndum, meðal annars á Vesturlöndum. Það að setja salernispappír í ruslafötu er einnig algengt víða um heim til þess að koma í veg fyrir stíflun.“ Að mestu fór öryggisgæsla Kristjáns og félaga í að vakta hverjir færu inn á svæði Ólympíuleikanna. Þó sprakk sprengja í borginni og einn maður lést. „Við vorum einnig að leita að vopnum og sprengiefnum. Eftir að sprengjan sprakk breyttist stemningin í Atlanta mikið. Það varð allt miklu meira þrúgað.“Viðtal við Kristján birtist í DV skömmu eftir að hann kom heim frá Atlanta, sem og við Runólf Þórhallsson, sem einnig var í Atlanta. Í viðtali Runólfs sagði hann frá bagalegum aðstæðum öryggisvarða í Atlanta. Kristján hefur ferðast víða um heim og heldur út heimasíðunni Interesting World. „Þetta er einhver pólitísk rétthugsun sem fer í taugarnar á mér. Ég er búinn að ferðast til 64 landa og búinn að kynnast fólki um allan heim. Mér er mjög illa við fordóma gagnvart þjóðum, trúarbrögðum og slíku. Það er ágætis fólk um allan heim með mismunandi lífsstíl, trúarbrögð og áherslur. Það sem okkur finnst skrítið er eðlilegt og rökrétt hjá öðrum,“ segir Kristján. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Kristján H. Kristjánsson vann við öryggisgæslu á Ólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum 1996 og segir umfjöllun fjölmiðla um slæman aðbúnað í Sotsjí í Rússlandi ósanngjarna. Aðstæður í Bandaríkjunum á sínum tíma hafi ekki verið betri en þær séu í Rússlandi. Kristján sem þá vann sem rannsóknarlögreglumaður fór til Atlanta til að vinna við öryggisgæslu í sjálfboðavinnu. „Við vorum þarna löggur frá mörgum löndum víða um heiminn að vinna við öryggisgæslu í sjálfboðavinnu. Maður fékk innsýn inn í umfangið og ferðin var mjög áhugaverð,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Hann skrifaði athugasemd við frétt á Vísi í gær um aðbúnað í Sotsjí. „Í athugasemdinni talaði ég um aðstöðuna í Atlanta. Við vorum mjög ósáttir við hana og mér sýnist hún ekkert hafa verið betri í Bandaríkjunum en hún er í Rússlandi.“ „Við vorum á heimavist Háskóla, sem var í raun í fátækrahverfi. Hverfið var mjög hættulegt og við þorðum ekki að fara neitt nema í rútum. Það voru kakkalakkar á herbergjunum og þetta var allt saman mjög skrautlegt. Þá var ráðist á menn sem voru að fara á veitingastað skammt frá.“ Einnig heyrði Kristján sögusagnir af því að skotið hefði verið inn um glugga hjá nokkrum norskum lögreglumönnum sem hefðu farið heim til Noregs í framhaldi af því. „Varðandi þessa tilteknu frétt þá er kranavatn hættulegt í mörgum löndum, meðal annars á Vesturlöndum. Það að setja salernispappír í ruslafötu er einnig algengt víða um heim til þess að koma í veg fyrir stíflun.“ Að mestu fór öryggisgæsla Kristjáns og félaga í að vakta hverjir færu inn á svæði Ólympíuleikanna. Þó sprakk sprengja í borginni og einn maður lést. „Við vorum einnig að leita að vopnum og sprengiefnum. Eftir að sprengjan sprakk breyttist stemningin í Atlanta mikið. Það varð allt miklu meira þrúgað.“Viðtal við Kristján birtist í DV skömmu eftir að hann kom heim frá Atlanta, sem og við Runólf Þórhallsson, sem einnig var í Atlanta. Í viðtali Runólfs sagði hann frá bagalegum aðstæðum öryggisvarða í Atlanta. Kristján hefur ferðast víða um heim og heldur út heimasíðunni Interesting World. „Þetta er einhver pólitísk rétthugsun sem fer í taugarnar á mér. Ég er búinn að ferðast til 64 landa og búinn að kynnast fólki um allan heim. Mér er mjög illa við fordóma gagnvart þjóðum, trúarbrögðum og slíku. Það er ágætis fólk um allan heim með mismunandi lífsstíl, trúarbrögð og áherslur. Það sem okkur finnst skrítið er eðlilegt og rökrétt hjá öðrum,“ segir Kristján.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira