Innanríkisráðuneytið hefur óskað sérstaklega eftir því að öll tölvutæk gögn í lekamálinu verði rannsökuð með aðkomu Persónuverndar og sérstöku samþykki starfsmanna.
„Ráðuneytið fagnar ítarlegri og vandaðri skoðun ríkissaksóknara," segir í yfirlýsingu á vef innanríkisráðuneytisins.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur svarið af sér alla aðkomu að málinu. Hún hefur áður sagt að athuganir ráðuneytisins sjálfs hafi leitt í ljós að gögnunum sem lekið var hafi ekki komið úr innanríkisráðuneytinu.
Í yfirlýsingunni segir einnig að ríkissaksóknara og lögmanni barnsmóður Tony Omos hafi verið afhent öll gögn sem varða málið og eru til í innanríkisráðuneytinu.
Innanríkisráðuneytið vill enn nánari skoðun vegna lekamálsins
Jóhannes Stefánsson skrifar
