Inter lagði Sassuolo 1-0 í kvöldleik ítölsku A-deildarinnar í fótbolta. Walter Samuel skoraði eina mark leiksins á 48. mínútu. Fyrsti sigur Inter frá því í desember staðreynd.
Inter hafði leikið fimm leiki án sigurs þegar flautað var til leiks í kvöld og var komið niður í sjötta sæti en fór í fimmta sætið á ný með sigrinum þar sem liðið er með betri markatölu en Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona.
Það vakti nokkra athygli að þegar flautað var til leiks í kvöld var enginn Ítali í byrjunarliði Inter en allir byrjunarliðsleikmenn Sassuolo komu frá heimalandinu.
Sassuolo er í 18. sæti, fallsæti, með 17 stig eftir 23 umferðir.
Inter vann loksins
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti


„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn



Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn
