Dómstóll í Frakklandi hefur ákveðið að fella niður mál sem var höfðað gegn knattspyrnumönnunum Franck Ribery og Karim Benzema.
Þeim var gefið að sök að hafa stundað kynlíf með vændiskonu sem var ólögráða á þeim tíma.
Hvorugur var viðstaddur réttarhöldin en Ribery leikur með Bayern München í Þýskalandi og Benzema er á mála hjá spænska stórveldinu Real Madrid.
Ribery viðurkenndi að hafa keypt kynlífsþjónustu af umræddri stúlku, Zahia Dehar, en að hann hefði ekki vitað að hún væri ekki orðin átján ára gömul. Benzema neitaði því að hafa átt í kynferðislegu sambandi við hana.
Samkvæmt núgildandi lögum í Frakklandi er ekki ólöglegt að greiða fyrir kynlíf en vændisstarfssemi hjá ólögráða einstaklingum er vitaskuld ólögleg.
Ribery og Benzema sleppa við dóm

Tengdar fréttir

Ribery og Benzema gætu þurft að sitja inni í þrjú ár
Réttarhöld yfir frönsku knattspyrnumönnum Karim Benzema og Franck Ribery hefjast í París í Frakklandi í dag.

Franskar landsliðsstjörnur fyrir dóm
Franck Ribery og Karim Benzema þurfa að svara fyrir ákærur um að hafa greitt ólögráða stúlku fyrir kynlífsþjónustu á næstunni.

Réttarhöldunum í París frestað
Dómari í máli yfirvalda í Frakklandi gegn knattspyrnustjörnunum Franck Ribery og Karim Benzema ákvað fresta réttarhöldunum þar til í janúar á næsta ári.