„Bendir til þess að maður hafi verið að velja rétta fólkið í verkið“ Bjarki Ármannsson skrifar 31. janúar 2014 16:00 Þorbjörg Helga í hlutverki sínu. „Ég vissi nú svo sem alveg að myndin fengi tilnefningar, en fjöldinn kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Ragnar Bragason, leikstjóri kvikmyndarinnar Málmhaus. Tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár voru tilkynntar í gær og hlaut Málmhaus flestar tilnefningar, 16 talsins. „Þessu fylgir mikil gleði og stolt, bæði fyrir myndarinnar hönd og samstarfsfólks,“ segir Ragnar. Hann nefnir sérstaklega leikara myndarinnar í þessu sambandi en fimm þeirra hlutu tilnefningu fyrir frammistöðu sína, þeirra á meðal Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir fyrir aðalhlutverk. „Það bendir til þess að maður hafi verið að velja rétta fólkið í verkið.“Alls voru 108 verk send til tilnefningar í ár, sem er met. Ragnar segir þetta jákvætt en telur þó að fjöldi verkefna í kvikmyndaiðnaðinum gæti komið til með að dragast saman á næstu árum vegna niðurskurðar hins opinbera. „Mann grunar svolítið að þetta verði svona stór Edda og svo fari þetta minnkandi. Maður verður bara að vona það besta, að stjórnvöld sjái að sér og átti sig á mikilvægi þess að halda hér uppi öflugum kvikmyndaiðnaði.“ Edduverðlaunin verða veitt þann 22. febrúar og verður sýnt beint frá hátíðinni á Stöð 2. Ragnar er hóflega vongóður á gengi Málmhauss. „Það er svo mikið af frábærum verkefnum, myndir eins og Hross í Oss og XL sem eiga verðlaun skilið,“ segir hann. „Þetta verður mjög spennandi Edda í ár.“ Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég vissi nú svo sem alveg að myndin fengi tilnefningar, en fjöldinn kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Ragnar Bragason, leikstjóri kvikmyndarinnar Málmhaus. Tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár voru tilkynntar í gær og hlaut Málmhaus flestar tilnefningar, 16 talsins. „Þessu fylgir mikil gleði og stolt, bæði fyrir myndarinnar hönd og samstarfsfólks,“ segir Ragnar. Hann nefnir sérstaklega leikara myndarinnar í þessu sambandi en fimm þeirra hlutu tilnefningu fyrir frammistöðu sína, þeirra á meðal Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir fyrir aðalhlutverk. „Það bendir til þess að maður hafi verið að velja rétta fólkið í verkið.“Alls voru 108 verk send til tilnefningar í ár, sem er met. Ragnar segir þetta jákvætt en telur þó að fjöldi verkefna í kvikmyndaiðnaðinum gæti komið til með að dragast saman á næstu árum vegna niðurskurðar hins opinbera. „Mann grunar svolítið að þetta verði svona stór Edda og svo fari þetta minnkandi. Maður verður bara að vona það besta, að stjórnvöld sjái að sér og átti sig á mikilvægi þess að halda hér uppi öflugum kvikmyndaiðnaði.“ Edduverðlaunin verða veitt þann 22. febrúar og verður sýnt beint frá hátíðinni á Stöð 2. Ragnar er hóflega vongóður á gengi Málmhauss. „Það er svo mikið af frábærum verkefnum, myndir eins og Hross í Oss og XL sem eiga verðlaun skilið,“ segir hann. „Þetta verður mjög spennandi Edda í ár.“
Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira