Kimono-tískusýning á Japanshátíð Freyr Bjarnason skrifar 1. febrúar 2014 07:00 Nemendur voru með uppákomu í Kringlunni þar sem þeir kynntu Japanshátíðina. Mynd/Gunnella Hin árlega Japanshátíð verður haldin á Háskólatorgi Háskóla Íslands í tíunda sinn í dag. Á meðal þess sem í boði verður má nefna japanska matargerðarlist, japanska skrautritun og kynningu á japanskri tungu og -menningu. Á aðalsviði Háskólatorgs verður haldin kimono-tískusýning í fyrsta sinn. „Við munum sýna japanska fatamenningu, frá því hefðbundnasta yfir í nútímaklæðnað. Við verðum með mjög fallega kimono, þar á meðal giftinga-kimono,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir, aðjúnkt í japönsku við HÍ. Þar verður einnig keppt um glæsilegasta og frumlegasta cosplay-búninginn en þeir eru byggðir á japönskum teiknimyndapersónum. „Þessi dagur hefur virkað afskaplega vel. Við höfum oft fengið að heyra frá nýjum nemendum að þeir hafi kynnst japanskri menningu í gegnum hátíðina. Hún er líka góður grundvöllur fyrir þá sem hafa gaman af japanskri menningu til að sýna sig og sjá aðra,“ segir Gunnella en um áttatíu manns hafa tekið þátt í undirbúningnum. Neðri hæð torgsins verður undirlögð af listum og leikjum þar sem gestum gefst færi á að nema manga-teikningu, spreyta sig á pappírsbrotalist (origami) sem og að spila og prófa færni sína með hefðbundnum japönskum barnaleikföngum. Gestir geta þannig kynnt sér japanska dægurmenningu og hvað hún hefur upp á að bjóða. Nemendur spila jafnframt úrval japanskrar tónlistar og ýmsar japanskar bardagaíþróttir verða kynntar. Á sviði Stúdentakjallarans geta gestir hlýtt á lifandi tónlist sem og prófað æsispennandi spurninga- og leikjakeppni að hætti Japana. Um níutíu nemendur stunda nám í japönsku við Háskóla Íslands og er deildin næstfjölmennasta tungumáladeild skólans á eftir ensku. „Okkur til furðu þá stækkar deildin endalaust,“ segir Gunnella. Fyrstu tvö ár námsins fara fram við HÍ en á þriðja árinu fara nemendur til Japans í skiptinám. Japanshátíðin stendur yfir frá kl. 13 til 17 í dag og er öllum opin. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Hin árlega Japanshátíð verður haldin á Háskólatorgi Háskóla Íslands í tíunda sinn í dag. Á meðal þess sem í boði verður má nefna japanska matargerðarlist, japanska skrautritun og kynningu á japanskri tungu og -menningu. Á aðalsviði Háskólatorgs verður haldin kimono-tískusýning í fyrsta sinn. „Við munum sýna japanska fatamenningu, frá því hefðbundnasta yfir í nútímaklæðnað. Við verðum með mjög fallega kimono, þar á meðal giftinga-kimono,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir, aðjúnkt í japönsku við HÍ. Þar verður einnig keppt um glæsilegasta og frumlegasta cosplay-búninginn en þeir eru byggðir á japönskum teiknimyndapersónum. „Þessi dagur hefur virkað afskaplega vel. Við höfum oft fengið að heyra frá nýjum nemendum að þeir hafi kynnst japanskri menningu í gegnum hátíðina. Hún er líka góður grundvöllur fyrir þá sem hafa gaman af japanskri menningu til að sýna sig og sjá aðra,“ segir Gunnella en um áttatíu manns hafa tekið þátt í undirbúningnum. Neðri hæð torgsins verður undirlögð af listum og leikjum þar sem gestum gefst færi á að nema manga-teikningu, spreyta sig á pappírsbrotalist (origami) sem og að spila og prófa færni sína með hefðbundnum japönskum barnaleikföngum. Gestir geta þannig kynnt sér japanska dægurmenningu og hvað hún hefur upp á að bjóða. Nemendur spila jafnframt úrval japanskrar tónlistar og ýmsar japanskar bardagaíþróttir verða kynntar. Á sviði Stúdentakjallarans geta gestir hlýtt á lifandi tónlist sem og prófað æsispennandi spurninga- og leikjakeppni að hætti Japana. Um níutíu nemendur stunda nám í japönsku við Háskóla Íslands og er deildin næstfjölmennasta tungumáladeild skólans á eftir ensku. „Okkur til furðu þá stækkar deildin endalaust,“ segir Gunnella. Fyrstu tvö ár námsins fara fram við HÍ en á þriðja árinu fara nemendur til Japans í skiptinám. Japanshátíðin stendur yfir frá kl. 13 til 17 í dag og er öllum opin. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög