Lagið er um sjö mínútna langt og fjallar um þær hindranir og fordóma sem samkynhneigðir þurfa að yfirstíga í daglegu lífi en einnig um vonina. Í myndbandinu má sjá ýmis atriði í réttindabaráttu samkynhneigðra í mannkynssögunni.
Svona hljómar textinn í upphafi lagsins: „You just want to live your life the best way you know how, but they keep telling you that you are not allowed.“
John Grant hefur verið á tónleikaferðalagi um allan heim að undanförnu og er að gera það gott um víða veröld.