Vetraríþróttir eru ekki algengar á Jamaíku og hefur bobsleðasamband Jamaíku ekki efni á að standa undir þeim kostnaði sem fylgir því að senda liðið til Rússlands.
Því var ákveðið að hefja söfnun en takmarkið var að ná 80 þúsund dala - rúmum níu milljónum króna.
Söfnunin hefur gengið ljómandi vel, eins og sjá má hér og hér, og því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að Jamaíka verði með sitt bobsleðalið á leikunum í Sochi.
Hér fyrir neðan má sjá frétt CNN um málið en sem kunnugt er öðlaðist bobsleðalið Jamaíku heimsfrægð þegar þátttu þess á Ólympíuleikunum í Calgary árið 1988 var gerð skil í Hollywood-myndinni Cool Runnings fimm árum síðar.