Eyþór Ingi og Atómskáldin mæta með nýtt efni af nýrri plötu sem kom út í Nóvember á síðasta ári. Eyþór Ingi hefur þrátt fyrir ungan aldur fyrir löngu skipað sér meðal allra fremstu söngvara þjóðarinnar og sendir hann nú ásamt hljómsveit sinni frá sér í fyrsta skipti plötu með eigin lagasmíðum.
The Evening Guests er indí popphljómsveit sem stofnuð var af Jökli Erni Jónssyni í Los Angeles árið 2011. Frumburður þeirrar sveitar Not in Kansas anymore, kom út í maí í fyrra. Jökull hefur sett saman íslenska útgáfu af sveitinni sem kom fram á Gauknum fyrir skömmu við frábærar undirtektir.
Einar Lövdahl er 22 ára tónlistarmaður úr Vesturbænum. Tímar án ráða er frumraun hans í plötuútgáfu. Lög af plötunni hafa hljómað í útvarpi síðastliðið árið auk þess sem platan sjálf var plata vikunnar á Rás 2 í september.
Óhætt er að segja að fjölbreytt og hressandi tónleikur séu í vændum. Tónleikarnir sem fara fram á Gauknum hefjast klukkan 21.00 og er frítt inn.