Textinn vísar í gróft heimilisofbeldi. 22. janúar 2014 20:00 Beyonce fékk eiginmann sinn Jay Z til að vinna með sér í laginu Drunk in Love, sem er að finna á fimmtu breiðskífu söngkonunnar, sem einnig heitir Beyonce. Lagið hefur átt góðu gengi að fagna, og klifrað hátt á vinsældalista, en ekki eru allir jafn ánægðir með framlag eiginmannsins. Bang Radio, útvarpsstöð í Bretlandi, tilkynnti í vikunni að þau myndu bara spila klippta útgáfu af laginu. Framkvæmdastýra fyrirtækisins, Jennifer Ogole, útskýrði að lína í texta sem Jay Z fer með hafi verið klippt út, þar sem henni finnst hún móðgandi. Í textanum segir: „Now eat the cake, Anna Mae / I said eat the cake, Anna Mae,“ sem vísar í línu úr kvikmyndinni What's Love Got to Do with It, þar sem Angela Bassett leikur söngkonuna Tinu Turner, sem er beitt ofbeldi af hendi unnusta síns, Ike Turner. Raunverulegt nafn Tinu Turner er Anna Mae Bullock, og í myndinni er hún á ofbeldisfullan máta neydd til þess að borða af kærasta sínum. „Textinn vísar í senu í kvikmynd sem sýnir gróft heimilisofbeldi. Við áskiljum okkur réttinn til að ýta ekki undir heimilisofbeldi gegn konum og ætlum því ekki að spila textann í heild sinni á Bang Radio,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Ogole. Hér að neðan má heyra lagið í heild sinni. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Beyonce fékk eiginmann sinn Jay Z til að vinna með sér í laginu Drunk in Love, sem er að finna á fimmtu breiðskífu söngkonunnar, sem einnig heitir Beyonce. Lagið hefur átt góðu gengi að fagna, og klifrað hátt á vinsældalista, en ekki eru allir jafn ánægðir með framlag eiginmannsins. Bang Radio, útvarpsstöð í Bretlandi, tilkynnti í vikunni að þau myndu bara spila klippta útgáfu af laginu. Framkvæmdastýra fyrirtækisins, Jennifer Ogole, útskýrði að lína í texta sem Jay Z fer með hafi verið klippt út, þar sem henni finnst hún móðgandi. Í textanum segir: „Now eat the cake, Anna Mae / I said eat the cake, Anna Mae,“ sem vísar í línu úr kvikmyndinni What's Love Got to Do with It, þar sem Angela Bassett leikur söngkonuna Tinu Turner, sem er beitt ofbeldi af hendi unnusta síns, Ike Turner. Raunverulegt nafn Tinu Turner er Anna Mae Bullock, og í myndinni er hún á ofbeldisfullan máta neydd til þess að borða af kærasta sínum. „Textinn vísar í senu í kvikmynd sem sýnir gróft heimilisofbeldi. Við áskiljum okkur réttinn til að ýta ekki undir heimilisofbeldi gegn konum og ætlum því ekki að spila textann í heild sinni á Bang Radio,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Ogole. Hér að neðan má heyra lagið í heild sinni.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira