Mark frá Mario Balotelli dugði ekki til þegar AC Milan tapaði 1-2 á heimavelli gegn Udinese í ítalska bikarnum í knattspyrnu í kvöld.
Balotelli kom AC Milan á bragðið eftir sjö mínútna leik á San Siro eftir undirbúning Brasilíumannsins Robinho. Allt stefndi í að heimamenn leiddu í hálfleik þegar Luis Muriel jafnaði metin úr vítaspyrnu á 41. mínútu.
Gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum og tóku verðskuldað forystuna þegar varamaðurinn Nicola Lopez skoraði á 78. mínútu. Úrúgvæinn hafði komið inn á aðeins þremur mínútum fyrr.
Udinese er því komið í undanúrslit keppninnar líkt og Roma sem lagði Juventus í gær. Annað kvöld tekur Fiorentina á móti Siena og loks mætast Napólí og Lazio að viku liðinni í lokaleik átta liða úrslitanna.
AC Milan féll úr leik í bikarnum á heimavelli
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti



„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn

United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

