Brynjar Jökull Guðmundsson, Einar Kristinn Kristgeirsson, María Guðmundsdóttir, Helga María Vilhjálmsdóttir og Sævar Birgisson verða fulltrúar Íslands á leikunum sem hefjast þann 7. febrúar. Þetta var tilkynnt í hófi sem haldið var í sendiráði Rússlands í Garðastræti í gær.
Fjölgað gæti um einn í landsliðshópi Íslands í dag þegar í ljós kemur hvort Íslandi verði úthlutað auka sæti á leikunum. Hópurinn heldur utan á sunnudaginn.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, myndaði athöfnina í gær.


