Afreks- og landsliðsnefnd Badmintonsambands Íslands tilkynnti A-landslið Íslands í badminton í dag. Liðið mun keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða í Basel í Sviss sem fram fer dagana 11. - 16. febrúar næstkomandi.
Meðal þeirra sem skipa kvennalandslið Íslands eru þær Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttirsem unnu til silfurverðlauna á Reykjavíkurleikunum um helgina.
Karlalandsliðið skipa:
Atli Jóhannesson TBR
Daníel Thomsen TBR
Kári Gunnarsson TBR
Jónas Baldursson TBR
Róbert Þór Henn TBR
Kvennalandsliðið skipa:
Margrét Jóhannsdóttir TBR
Rakel Jóhannesdóttir TBR
Sara Högnadóttir TBR
Snjólaug Jóhannsdóttir TBR
Tinna Helgadóttir TBR
Í karlalandsliðskeppninni taka 26 þjóðir þátt. Dregið var í sex riðla þar sem ein þjóð fékk röðun í hvern riðil. Íslenska karlalandsliðið lenti í þriðja riðli með Englandi, sem er raðað númer þrjú, Skotlandi og Belgíu. Ísland hefur att kappi við England fjórum sinnum og alltaf tapað 0-5, við Skotland átta sinnum, tapað sjö sinnum og unnið einu sinni og fimmtán sinnum við Belgíu, unnið níu sinnum og tapað sex sinnum.
Í kvennalandsliðskeppninni tekur 21 þjóð þátt. Dregið var í fimm riðla þar sem ein þjóð fékk röðun í hvern riðil. Íslenska kvennalandsliðið dróst í annan riðil ásamt Þýskalandi, sem er raðað númer tvö og er núverandi Evrópumeistari, Spáni og Lettlandi. Ísland hefur mætt Þýsklandi fimm sinnum og alltaf tapað 0-5, Spáni sex sinnum, unnið fjórum sinnum og tapað tvisvar og Lettlandi einu sinni og unnið 5-0.
Hér má sjá niðurröðun í Evrópukeppni karlalandsliða:
Hér má sjá niðurröðun í Evrópukeppni kvennalandsliða:
Silfurstelpurnar valdar í landsliðið
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
