Turbine Potsdam hélt um helgina alþjóðlegt mót, Turbeine-Hallencup, en það er annað árið í röð sem félagið gerir það. Átta lið frá jafn mörgum löndum tóku þátt en Potsdam stóð uppi sem sigurvegari eftir sigur á danska liðinu Bröndby í úrslitaleik, 5-0.
Fyrr í mánuðinum varð Potsdam Þýskalandsmeistari í innanhússknattspyrnu og hefur því Guðbjörg unnið tvo titla eftir að hún samdi við liðið um áramótin.
Happy after a great weekend in Potsdam! Champions again!:) Thank you all amazing @turbinepotsdam fans:) #Hallencuppic.twitter.com/qncyeG14RN
— Gudbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) January 26, 2014