Þorrabjór á bóndadegi Úlfar Linnet skrifar 27. janúar 2014 14:33 Úlfar Linnet bragðar á þorrabjór. Íslenskasti flokkur árstíðarbjóra í ríkinu er án efa flokkur þorrabjóra. Sala á honum hefst á bóndadag og líkur mánuði seinna á konudag. Í ár koma öll brugghúsin, utan Ölvisholts, með bjór á markað og verða þeir 6-7 talsins. Þessu til viðbótar kemur íslenskur mjöður á markað í fyrsta skipti. Þorrabjórarnir skera sig nokkuð frá sérbjórum undangenginna jóla. Á meðan jólabjórarnir voru margir sætir og með léttum lakkrískeim eru þorrabjórarnir mun þurrari og humlabeiskjan betur til staðar. Án nokkurs efa er meiri víkingur og minni sykurpúði í þorrabjórnum. Fram að næsta föstudegi mun birtast umfjöllun um þorrabjórana í þremur þáttum hér á Vísi en við hefjum leikinn á bjórum frá Vífilfelli.Þorraþræll (5,6%) er í rafgullinn bjór í enskum Extra Special Bitter stíl. Ilmurinn ber með sér korn, örlitla sætu og humlakeim. Eins og margir Bitter bjórar er Þorraþræll þurr með korntónum, nokkuð léttur og auðdrekkanlegur en á sama tíma með skýra beiskju sem gefur áhugaverðan karakter. Velta mætti upp þeirri spurningu hvort ekki sé viss þorramótsögn í því að Þorraþræll sé í enskum stíl. Mitt svar væri að fjölbreytileika beri að fagna og bitter stíllinn er alls ekki sá vitlausasti til að hafa með þorramat.Fyrir hverja : Alla sem njóa örlítið bragðmeiri bjóra en eru ekki að leita af þungum bjór.Einiberja Bock (6,7%) er þorrabjórinn í bock-seríu Vífilfells. Hann minnir um margt á jóla bockinn en einiber gefa honum þó sín séreikenni. Bjórinn er rafgullinn með ljósa froðu. Ilmar af malti, makrónum og eplum. Í bland við karamellur og sætu koma einiberin greinilega fram í bragði án þess að vera ágeng eða yfirþyrmandi. Þau skapa tengingu við bjóra fyrri tíma en einir leikur stórt hlutverk við gerð hefðbundinna sveitabjóra í norðu Skandinavíu. Einiberja Bock er nokkuð áfengur og gerir það honum gott eitt að koma út úr skápnum 10 mínútum áður en honum er hellt í glas.Fyrir hverja: Þá sem kunna að meta örlítið sterkari bjóra. Matur Úlfar Linnet Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Íslenskasti flokkur árstíðarbjóra í ríkinu er án efa flokkur þorrabjóra. Sala á honum hefst á bóndadag og líkur mánuði seinna á konudag. Í ár koma öll brugghúsin, utan Ölvisholts, með bjór á markað og verða þeir 6-7 talsins. Þessu til viðbótar kemur íslenskur mjöður á markað í fyrsta skipti. Þorrabjórarnir skera sig nokkuð frá sérbjórum undangenginna jóla. Á meðan jólabjórarnir voru margir sætir og með léttum lakkrískeim eru þorrabjórarnir mun þurrari og humlabeiskjan betur til staðar. Án nokkurs efa er meiri víkingur og minni sykurpúði í þorrabjórnum. Fram að næsta föstudegi mun birtast umfjöllun um þorrabjórana í þremur þáttum hér á Vísi en við hefjum leikinn á bjórum frá Vífilfelli.Þorraþræll (5,6%) er í rafgullinn bjór í enskum Extra Special Bitter stíl. Ilmurinn ber með sér korn, örlitla sætu og humlakeim. Eins og margir Bitter bjórar er Þorraþræll þurr með korntónum, nokkuð léttur og auðdrekkanlegur en á sama tíma með skýra beiskju sem gefur áhugaverðan karakter. Velta mætti upp þeirri spurningu hvort ekki sé viss þorramótsögn í því að Þorraþræll sé í enskum stíl. Mitt svar væri að fjölbreytileika beri að fagna og bitter stíllinn er alls ekki sá vitlausasti til að hafa með þorramat.Fyrir hverja : Alla sem njóa örlítið bragðmeiri bjóra en eru ekki að leita af þungum bjór.Einiberja Bock (6,7%) er þorrabjórinn í bock-seríu Vífilfells. Hann minnir um margt á jóla bockinn en einiber gefa honum þó sín séreikenni. Bjórinn er rafgullinn með ljósa froðu. Ilmar af malti, makrónum og eplum. Í bland við karamellur og sætu koma einiberin greinilega fram í bragði án þess að vera ágeng eða yfirþyrmandi. Þau skapa tengingu við bjóra fyrri tíma en einir leikur stórt hlutverk við gerð hefðbundinna sveitabjóra í norðu Skandinavíu. Einiberja Bock er nokkuð áfengur og gerir það honum gott eitt að koma út úr skápnum 10 mínútum áður en honum er hellt í glas.Fyrir hverja: Þá sem kunna að meta örlítið sterkari bjóra.
Matur Úlfar Linnet Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira