Kristín Erna Sigurlásdóttir skrifaði um helgina undir nýjan tveggja ára samning við Pepsi-deildar lið ÍBV en þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV.
Kristín Erna missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla en hún var með 10 mörk og 14 stoðsendingar í 18 leikjum sumarið 2012 þegar ÍBV náði öðru sætinu í Pepsi-deildinni.
Kristín Erna hefur alls leikið 88 leiki með meistaraflokki ÍBV og skorað í þeim 67 mörk en hún verður 23 ára gömul á þessu ári.
Kristínu Ernu sagðist í samtali við heimasíðu ÍBV að hún gæti ekki beðið eftir því að spila á ný á Hásteinsvelli. Þar kom einnig fram að Kristín Erna stefnir að því að koma sterk til leiks áður en flautað verður til leiks í Pepsí deildinni í maí.
Þetta er mjög góðar fréttir fyrir ÍBV sem hefur þegar misst fyrirliða sinn og einu landsliðskonu en Elísa Viðarsdóttir samdi við sænska liðið Kristianstad á dögunum.
Kristín Erna spilar áfram í Eyjum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti