Hvatt til óháðrar rannsóknar á lekamálinu Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2014 20:48 Innanríkisráðherra segir ekkert benda til að trúnaðargögnum um hælisleitanda hafi verið lekið úr innanríkisráðuneytinu. Þingmenn stjórnarandstöðu hvöttu til þess á Alþingi í dag að óháð rannsókn færi fram á hvaðan upplýsingunum var lekið til fjölmiðla. Umræður um lekamálið svo kallaða hætta ekki og héldu áfram á Alþingi í dag. Innanríkisráðherra segir ráðuneytið hafa kannað málið til hlýtar og velti fyrir sér hvort einhverjar aðrar hvatir lægu að baki umræðunni en umhyggja fyrir hælisleitendum.Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu sífjölgandi hælisleitenda á Íslandi þó margt hefði verið gert til bóta. „En góður og fagur ásetningur er ekki nóg ef á sama tíma er komið fram við hælisleitendur þannig að ekki sé hægt að kalla það annað en fantaskap,“ sagði Valgerður. Og vísaði þar til mála flóttamannsins Tony Omos, en persónulegar upplýsingar um hann láku til fjölmiðla. Innan ríkisráðherra sagði nokkra aðilia fá gögn um hælisleitendur séu úrskurðir Útlendingastofnunar kærðir til innanríkisráðuneytisins. Ítarlega rannsókn hafi farið fram á þessu máli innan ráðuneytisins. „Niðurstaða þessara athugana er að ekkert í gögnum ráðuneytisins bendir til þess að trúnaðargögn hafi verið send til aðila sem ekki eiga rétt á þeim lögum samkvæmt,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Þingmenn Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar hvöttu til að óháðrar rannsóknar á málinu. „Og ég held að það væri mjög mikilvægt fyrir ráðuneytið og fyrir þennan málaflokk allan að ráðuneytið sé hreinsað af þeim ávirðingum sem hér um ræðir,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.Mörður Árnason varaþingmaður Samfylkingarinnar sagði ráðherra eiga að geta svarað fyrir uppruna minnisblaðsins sem lekið var. „Þeir sem hafa í höndum eins og ég það minnisblað sem hér á að vera um að ræða, sjá að þetta minnisblað er bæði að efni, stíl og áferð komið úr eða að minnsta kosti búið til á þann hátt, að það sé komið úr ráðuneyti eða undirstofnun ráðuneytis,“ sagði Mörður. Innanríkisráðherra hvatti Mörð til að upplýsa þingheim um hvar hann hafi fengið minnisblaðið. „Vegna þess að minnisblaðið sem verið hefur í gangi á ýmsum fjölmiðlum og hér og þar, er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna. Þá læddist að mönnum sá grunur að málið snérist um allt annað en trúnaðarupplýsingar gagnvart hælisleitendum. „Það snúist um pólitík, það snúist um að koma í veg fyrir það að ráðuneytið geti með trúverðugum hætti unnið að þessum mikilvægu málefnum og það snúist um það að koma í veg fyrir það að sá ráðherra sem hér stendur geti innleitt breytingar sem sannarlega er ágreiningur um,“ sagði Hanna Birna á Alþingi í dag. Lekamálið Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Innanríkisráðherra segir ekkert benda til að trúnaðargögnum um hælisleitanda hafi verið lekið úr innanríkisráðuneytinu. Þingmenn stjórnarandstöðu hvöttu til þess á Alþingi í dag að óháð rannsókn færi fram á hvaðan upplýsingunum var lekið til fjölmiðla. Umræður um lekamálið svo kallaða hætta ekki og héldu áfram á Alþingi í dag. Innanríkisráðherra segir ráðuneytið hafa kannað málið til hlýtar og velti fyrir sér hvort einhverjar aðrar hvatir lægu að baki umræðunni en umhyggja fyrir hælisleitendum.Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu sífjölgandi hælisleitenda á Íslandi þó margt hefði verið gert til bóta. „En góður og fagur ásetningur er ekki nóg ef á sama tíma er komið fram við hælisleitendur þannig að ekki sé hægt að kalla það annað en fantaskap,“ sagði Valgerður. Og vísaði þar til mála flóttamannsins Tony Omos, en persónulegar upplýsingar um hann láku til fjölmiðla. Innan ríkisráðherra sagði nokkra aðilia fá gögn um hælisleitendur séu úrskurðir Útlendingastofnunar kærðir til innanríkisráðuneytisins. Ítarlega rannsókn hafi farið fram á þessu máli innan ráðuneytisins. „Niðurstaða þessara athugana er að ekkert í gögnum ráðuneytisins bendir til þess að trúnaðargögn hafi verið send til aðila sem ekki eiga rétt á þeim lögum samkvæmt,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Þingmenn Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar hvöttu til að óháðrar rannsóknar á málinu. „Og ég held að það væri mjög mikilvægt fyrir ráðuneytið og fyrir þennan málaflokk allan að ráðuneytið sé hreinsað af þeim ávirðingum sem hér um ræðir,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.Mörður Árnason varaþingmaður Samfylkingarinnar sagði ráðherra eiga að geta svarað fyrir uppruna minnisblaðsins sem lekið var. „Þeir sem hafa í höndum eins og ég það minnisblað sem hér á að vera um að ræða, sjá að þetta minnisblað er bæði að efni, stíl og áferð komið úr eða að minnsta kosti búið til á þann hátt, að það sé komið úr ráðuneyti eða undirstofnun ráðuneytis,“ sagði Mörður. Innanríkisráðherra hvatti Mörð til að upplýsa þingheim um hvar hann hafi fengið minnisblaðið. „Vegna þess að minnisblaðið sem verið hefur í gangi á ýmsum fjölmiðlum og hér og þar, er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna. Þá læddist að mönnum sá grunur að málið snérist um allt annað en trúnaðarupplýsingar gagnvart hælisleitendum. „Það snúist um pólitík, það snúist um að koma í veg fyrir það að ráðuneytið geti með trúverðugum hætti unnið að þessum mikilvægu málefnum og það snúist um það að koma í veg fyrir það að sá ráðherra sem hér stendur geti innleitt breytingar sem sannarlega er ágreiningur um,“ sagði Hanna Birna á Alþingi í dag.
Lekamálið Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira