Skrímslahamurinn á samning hjá Skittles Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2014 18:15 Lynch hleypur með boltann. Vísir/Getty Marshawn Lynch, hlaupari Seattle Seahawks, hefur alla tíð verið mikill aðdáandi Skittles-sælgætisins og er nú kominn á samning hjá framleiðandanum. Lynch er einn öflugasti hlaupari deildarinnar og verður í lykilhlutverki þegar að lið hans mætir Denver Broncos í Super Bowl á sunnudagskvöld. Hann gengur undir nafinu „Beast Mode“ enda þekktur fyrir að standa hverja tæklinguna á fætur annarri af sér. Móðir hans byrjaði að gefa honum Skittles þegar Lynch byrjaði að spila sem strákur og kallaði þá „orkumola“. Og nú í hvert sinn sem Lynch skorar snertimark láta áhorfendur rigna Skittles-molum yfir kappann. Slíkur er áhuginn í Seattle að sælgætið hefur klárast í verslunum þar í borg þegar Seahawks á heimaleiki.Golden Tate, liðsfélagi Lynch, fær sér Skittles í tilefni af snertimarki Lynch. Framleiðandi sælgætisins vill leggja sitt af mörkum og mun gefa tíu þúsund dali í góðgerðarmál fyrir hvert snertimark sem hann skorar gegn Denver um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem að framleiðandinn gerir samning við íþróttamann. Í tilefni af þessu hefur Skittles gefið út sérstaka Seattle-útgáfu af namminu en slíkir pokar innihalda aðeins bláa og græna mola en það eru litir Seahawks-liðsins. Sérfræðingar vestanhafs telja að Skittles gæti grætt tæpar 600 milljónir króna á því einu að vera með Lynch í Super Bowl.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland. NFL Tengdar fréttir Goðsagnir mætast í NFL í kvöld Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið munu leika til úrslita í NFL-deildinni þetta árið en þá fara úrslitaleikir NFC- og AFC-deildanna fram. 19. janúar 2014 07:00 Seattle mætir Denver í Ofurskálinni | Myndband Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. 20. janúar 2014 08:03 Sektaður um sex milljónir fyrir að þegja Algengt er að íþróttamenn séu sektaðir fyrir að láta óviðeigandi orð falla. Þannig fór ekki fyrir Marshawn Lynch. 6. janúar 2014 20:18 Jörðin skalf þegar Lynch skoraði snertimark Jarðskjálftafræðingar vestanhafs telja að áhorfendur á leik Seattle Seahawks og New Orleans Saints hafi framkallað smávægilegan jarðskjálfta á leik liðanna í úrslitakeppninni í NFL-deildinni á laugardaginn. 13. janúar 2014 23:30 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Sjá meira
Marshawn Lynch, hlaupari Seattle Seahawks, hefur alla tíð verið mikill aðdáandi Skittles-sælgætisins og er nú kominn á samning hjá framleiðandanum. Lynch er einn öflugasti hlaupari deildarinnar og verður í lykilhlutverki þegar að lið hans mætir Denver Broncos í Super Bowl á sunnudagskvöld. Hann gengur undir nafinu „Beast Mode“ enda þekktur fyrir að standa hverja tæklinguna á fætur annarri af sér. Móðir hans byrjaði að gefa honum Skittles þegar Lynch byrjaði að spila sem strákur og kallaði þá „orkumola“. Og nú í hvert sinn sem Lynch skorar snertimark láta áhorfendur rigna Skittles-molum yfir kappann. Slíkur er áhuginn í Seattle að sælgætið hefur klárast í verslunum þar í borg þegar Seahawks á heimaleiki.Golden Tate, liðsfélagi Lynch, fær sér Skittles í tilefni af snertimarki Lynch. Framleiðandi sælgætisins vill leggja sitt af mörkum og mun gefa tíu þúsund dali í góðgerðarmál fyrir hvert snertimark sem hann skorar gegn Denver um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem að framleiðandinn gerir samning við íþróttamann. Í tilefni af þessu hefur Skittles gefið út sérstaka Seattle-útgáfu af namminu en slíkir pokar innihalda aðeins bláa og græna mola en það eru litir Seahawks-liðsins. Sérfræðingar vestanhafs telja að Skittles gæti grætt tæpar 600 milljónir króna á því einu að vera með Lynch í Super Bowl.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.
NFL Tengdar fréttir Goðsagnir mætast í NFL í kvöld Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið munu leika til úrslita í NFL-deildinni þetta árið en þá fara úrslitaleikir NFC- og AFC-deildanna fram. 19. janúar 2014 07:00 Seattle mætir Denver í Ofurskálinni | Myndband Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. 20. janúar 2014 08:03 Sektaður um sex milljónir fyrir að þegja Algengt er að íþróttamenn séu sektaðir fyrir að láta óviðeigandi orð falla. Þannig fór ekki fyrir Marshawn Lynch. 6. janúar 2014 20:18 Jörðin skalf þegar Lynch skoraði snertimark Jarðskjálftafræðingar vestanhafs telja að áhorfendur á leik Seattle Seahawks og New Orleans Saints hafi framkallað smávægilegan jarðskjálfta á leik liðanna í úrslitakeppninni í NFL-deildinni á laugardaginn. 13. janúar 2014 23:30 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Sjá meira
Goðsagnir mætast í NFL í kvöld Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið munu leika til úrslita í NFL-deildinni þetta árið en þá fara úrslitaleikir NFC- og AFC-deildanna fram. 19. janúar 2014 07:00
Seattle mætir Denver í Ofurskálinni | Myndband Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. 20. janúar 2014 08:03
Sektaður um sex milljónir fyrir að þegja Algengt er að íþróttamenn séu sektaðir fyrir að láta óviðeigandi orð falla. Þannig fór ekki fyrir Marshawn Lynch. 6. janúar 2014 20:18
Jörðin skalf þegar Lynch skoraði snertimark Jarðskjálftafræðingar vestanhafs telja að áhorfendur á leik Seattle Seahawks og New Orleans Saints hafi framkallað smávægilegan jarðskjálfta á leik liðanna í úrslitakeppninni í NFL-deildinni á laugardaginn. 13. janúar 2014 23:30