Mötley Crue eru hættir.
Þungarokksbandið ætlar þó að kveðja með stæl, en þeir ætla að halda 72 tónleika áður en þeir setjast í helgan stein.
Meðlimir hljómsveitarinnar greindu frá þessu á blaðamannafundi í gær.
Mötley Crue lofuðu meðal annars á blaðamannafundinum að koma aldrei saman aftur eftir að þeir hætta, og skrifuðu undir samning þess efnis.
„Allir vondir hlutir þurfa að enda einhverntíma,“ stendur á plaggatinu fyrir tónleikaferðalagið sem þeir eiga fyrir höndum.
„Við sáum alltaf fyrir okkur að kveðja með stæl, en spila ekki á einhverjum uppskeruhátíðum með einn eða tvo upprunalega meðlimi í sveitinni,“ sagði trommarinn Tommy Lee í tilkynningu sinni á blaðamannafundinum. „Okkar verki er lokið.“
Motley Crue kveðja með stæl
