Innlent

Hálka og ófærð um land allt

Jakob Bjarnar skrifar
Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát samkvæmt nýrri tilkynningu frá Vegagerðinni.
Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát samkvæmt nýrri tilkynningu frá Vegagerðinni.
Vegagerðin var rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu um færð og þar segir að hálkublettir séu á Sandskeiði og á Hellisheiði en hálka í Þrengslum.

Skeytið er sem hér segir:

Hálka er frá Selfoss að Hvolsvelli. Hálka eða hálkublettir er á flestum leiðum á Suðurlandi og jafnvel þæfingur í uppsveitum. Ófært er í Grafningi.

Á Vesturlandi er hálka á flestum leiðum, snjóþekja er á Vatnaleiði og á Svínadal. Þungfært er á Bröttubrekku. Ófært er á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er flughálka Í Kollafirði, á Mikladal, Flateyrarvegi, Súgandafirði, Ísafjarðardjúpi, Steingrímsfjarðarheiði og að hluta til á Innstrandarvegi.

Óveður er í Ögri. Ófært er á Kleifarheiði. Þungfært og skafrenningur er á Þröskuldum.  Þæfingsfærð er frá Klettsháls að Brjánslæk.

Á Norðurvesturlandi er þæfingsfærð yfir Þverárfjall en hálka eða hálkublettir á öðrum leiðum. Óveður er í Blönduhlíð.Hálka og skafrenningur er á Siglufjarðarvegi.

Á Norðausturlandi er hálka eða hálkublettir á felstum leiðum. Snjóþekja og skafrenningur á Öxnadalsheiði  en snjóþekja og óveður er í Víkurskarði. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Hólasandi. Hálka og óveður er á Hófaskarði. Ófært er á Mývatnsöræfum.

Á Austurlandi er ófært og óveður á Möðrudalsöræfum, Sandvíkurheiði, Vopnafjarðarheiði, Vatsskarði eystra og Fjarðarheiði. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Oddskarði en snjóþekja og skafrenningur á Fagradal.  Á örðum leiðum er hálak eða hálkublettir en þó greifært frá Fáskrúðsfirði og suður úr.

Óveður yfir í Öræfum. Hálkublettir eru frá Kirkjubæjarklaustri að Eyjafjöllum.Vart hefur orðið við vetrarblæðingar á milli Staðarskála og Víðidals en einnig á Ólafsfjarðarvegi og Svalbarðsströnd.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×