Stokkseyrarmálið: Fórnarlambið sveipað plasti 13. janúar 2014 17:08 Hinrik og Gísli voru þeir einu ákærða sem mættu fyrir dóm. Mynd/Vísir Húsráðandi í húsinu sem Stokkseyrarmálið er kennt við kom fyrir dóm í dag. Hann sagði að einn hinna ákærðu, Davíð Freyr, hefði hringt og spurt hvor hann mætti koma í heimsókn. Hann hafi síðan mætt með tveimur mönnum, þar á meðal fórnarlambinu. Húsráðandi sagðist hafi upplifað sem fórnarlambið hafi lent í slagsmálum en vildi ekki skipta sér af málinu. Þeir hafi fyrst farið með fórnarlambið inn í herbergi og síðan niður í kjallara þar sem þeir hafi bundið hann við burðarbita. Davíð Freyr og félagi hans hafi síðan farið á brott. Þegar hann hafi leyst fórnarlambið hafi það verið sveipað plastpoka einum fata. Hann segist ekki hafa orðið var við að fórnarlambið hafi verið beitt ofbeldi. Við vitnisburð sagðist húsráðandi ekki hafa kannast við félaga Davíðs Freys, hann hafi seinna heyrt að þar hafi verið Stefán Blackburn. Húsráðandi fór síðan í göngutúr en hringdi síðan í Davíð Frey sem sagði honum að sleppa piltinum. Húsráðandi hafi komið honum í sturtu og týnt til klink fyrir hann.Sívar Bragason, faðir Stefáns Loga Sívarssonar, bar vitni í gegnum síma í dag. Hann sagðist ekki muna mikið frá þeim dögum þegar árásin átti sér stað. Hann sagðist hafa verið í húsinu við Trönuhraun þegar Stefán Blackburn og félagar hafi komið með Stokkseyrarfórnarlambið. Sívar sagði að þá þegar hafi verið búið að sprengja vörina á fórnarlambinu og því hafi hann drifið drenginn í sturtu. „Það var agalegt að sjá greyið. Þá voru Stefán Blackburn og þessi vinur hans búnir að lemja hann,“ sagði Sívar. Stefán og félagar hafi síðan farið. Sívar sagði að sonur sinn hefði ekki verið viðstaddur, hann hafi rétt litið inn í um hálftíma. Sívar sagðist hafa gert sér grein fyrir því að til stæði að misþyrma fórnarlambinu. Eitt vitni, stúlka, sem kom fyrir dómara í dag var viðstödd þegar Stefán Logi réðst á eitt fórnarlambanna í íbúð í Grýtubakka. Ástæðan fyrir barsmíðunum hafi verið frásögn fórnarlambsins af sambandi Stokkseyrarfórnarlambsins við fyrrverandi kærustu Stefáns Sívarsson. Vitnið sagðist ekki kannast við margt sem fram kom í skýrslutöku hjá lögreglunni og að hún hefði verið beitt miklum þrýstingi. Stúlkan er einnig vitni í ákæru gegn Stefáni vegna innbrots á heimili foreldra barnsmóður Stefáns. Hún sagði að faðir barnsmóður hans hafi komið út með hníf og ætlað að stinga hann. Hinrik Geir Helgason, einn hinna ákærðu, hafi þá stokkið út og tekið hann í burtu. Hún sagði fyrir skýrslutöku að Stefán hefði verið mjög reiður, hafi verið í slæmu ástandi og illa stemmdur andlega og líkamlega. Hún hafi síðar fengið taugaáfall. Þegar verjandi Stefáns Sívarssonar spurði stúlkuna út í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hún ekki hafa sagt rétt frá hjá lögreglu þar sem hún hafi verið beitt þrýstingi. Stokkseyrarmálið Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Húsráðandi í húsinu sem Stokkseyrarmálið er kennt við kom fyrir dóm í dag. Hann sagði að einn hinna ákærðu, Davíð Freyr, hefði hringt og spurt hvor hann mætti koma í heimsókn. Hann hafi síðan mætt með tveimur mönnum, þar á meðal fórnarlambinu. Húsráðandi sagðist hafi upplifað sem fórnarlambið hafi lent í slagsmálum en vildi ekki skipta sér af málinu. Þeir hafi fyrst farið með fórnarlambið inn í herbergi og síðan niður í kjallara þar sem þeir hafi bundið hann við burðarbita. Davíð Freyr og félagi hans hafi síðan farið á brott. Þegar hann hafi leyst fórnarlambið hafi það verið sveipað plastpoka einum fata. Hann segist ekki hafa orðið var við að fórnarlambið hafi verið beitt ofbeldi. Við vitnisburð sagðist húsráðandi ekki hafa kannast við félaga Davíðs Freys, hann hafi seinna heyrt að þar hafi verið Stefán Blackburn. Húsráðandi fór síðan í göngutúr en hringdi síðan í Davíð Frey sem sagði honum að sleppa piltinum. Húsráðandi hafi komið honum í sturtu og týnt til klink fyrir hann.Sívar Bragason, faðir Stefáns Loga Sívarssonar, bar vitni í gegnum síma í dag. Hann sagðist ekki muna mikið frá þeim dögum þegar árásin átti sér stað. Hann sagðist hafa verið í húsinu við Trönuhraun þegar Stefán Blackburn og félagar hafi komið með Stokkseyrarfórnarlambið. Sívar sagði að þá þegar hafi verið búið að sprengja vörina á fórnarlambinu og því hafi hann drifið drenginn í sturtu. „Það var agalegt að sjá greyið. Þá voru Stefán Blackburn og þessi vinur hans búnir að lemja hann,“ sagði Sívar. Stefán og félagar hafi síðan farið. Sívar sagði að sonur sinn hefði ekki verið viðstaddur, hann hafi rétt litið inn í um hálftíma. Sívar sagðist hafa gert sér grein fyrir því að til stæði að misþyrma fórnarlambinu. Eitt vitni, stúlka, sem kom fyrir dómara í dag var viðstödd þegar Stefán Logi réðst á eitt fórnarlambanna í íbúð í Grýtubakka. Ástæðan fyrir barsmíðunum hafi verið frásögn fórnarlambsins af sambandi Stokkseyrarfórnarlambsins við fyrrverandi kærustu Stefáns Sívarsson. Vitnið sagðist ekki kannast við margt sem fram kom í skýrslutöku hjá lögreglunni og að hún hefði verið beitt miklum þrýstingi. Stúlkan er einnig vitni í ákæru gegn Stefáni vegna innbrots á heimili foreldra barnsmóður Stefáns. Hún sagði að faðir barnsmóður hans hafi komið út með hníf og ætlað að stinga hann. Hinrik Geir Helgason, einn hinna ákærðu, hafi þá stokkið út og tekið hann í burtu. Hún sagði fyrir skýrslutöku að Stefán hefði verið mjög reiður, hafi verið í slæmu ástandi og illa stemmdur andlega og líkamlega. Hún hafi síðar fengið taugaáfall. Þegar verjandi Stefáns Sívarssonar spurði stúlkuna út í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hún ekki hafa sagt rétt frá hjá lögreglu þar sem hún hafi verið beitt þrýstingi.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira