Tónverkið er af rólegra taginu og textinn nokkurs konar hugleiðing um lífið og framvindu þess í víðu samhengi, með áherslu á tilfinningar, ást og sameiginleg örlög okkar allra. Gaman er að geta þess, að fyrrum Sálarmaður og núverandi kvikmyndatónskáld í Vesturheimi, Atli Örvarsson, útsetti strengjaparta lagsins.
Glamr er þriðja platan í plöturöð, þar sem munaðarlaus lög Sálarinnar eru sett plötu ásamt nýju efni.