Ronaldo og Angerer eru þau bestu í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2014 19:07 Cristiano Ronaldo og Nadine Angerer með verðlaunin sín. Mynd/AFP Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo og þýski markvörðurinn Nadine Angerer voru í kvöld kosin besta knattspyrnufólks heims í árlegu kjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins en að kjörinu standa fyrirliðar og þjálfarar landsliða heims ásamt útvöldum fjölmiðlamönnum.Cristiano Ronaldo fékk Gullbolta FIFA, sem besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA, en hann átti frábært ár með Real Madrid og portúgalska landsliðinu. Cristiano Ronaldo endaði þar með fjögurra ára einokun Lionel Messi en Messi hafði fengið öll Gullboltann allt frá því að Ronaldo vann hann í fyrsta skiptið árið 2008. Ronaldo hafði betur í baráttunni við þá Lionel Messi og Franck Ribery sem voru einnig tilnefndir að þessu sinn. Ronaldo átti bágt með sig upp á sviðinu eftir að hann fékk verðlaunin og það var augljóst að þessi sigur skipti hann mjög miklu máli. Ronaldo hefur líka oftar en ekki á síðustu árum þurft að sætta sig við annað sæti á eftir Lionel Messi.Nadine Angerer var fyrirliði þýska kvennalandsliðsins sem varð Evrópumeistari í Svíþjóð síðastas sumar en Angerer var kosin besti leikmaður Evrópumótsins. Angerer hafði betur í baráttunni við Mörtu og Abby Wambach sem voru einnig tilnefndar að þessu sinni. Nadine Angerer varð meðal annars tvær vítaspyrnur í úrslitaleiknum og fékk aðeins á sig eitt mark alla keppnina þar af ekkert í útsláttarkeppninni.Þjóðverjar unnu bæði þjálfaraverðlaunin. Jupp Heynckes, fyrrum þjálfari Bayern München, var kosinn þjálfari ársins hjá körlunum en hjá konum var Silvia Neid, þjálfari þýska kvennalandsliðsins, kosin þjálfari ársins.Pele fékk sérstök heiðursverðlaun, Gullboltann sem hann fékk aldrei sem leikmaður því þá voru þessi verðlaun aðeins fyrir leikmenn í Evrópu. Pele felldi tár upp á sviði þegar allur salurinn klappaði fyrir honum.Afganska knattspyrnusambandið fékk prúðmennskuverðlaun FIFA og Jacques Rogge, fyrrum forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, fékk heiðursverðlaun forseta FIFA.Svíinn Zlatan Ibrahimovic skoraði fallegasta mark ársins en markið umrædda skoraði hann reyndar á árinu 2012 í landsleik á móti Englendingum. Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Sjá meira
Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo og þýski markvörðurinn Nadine Angerer voru í kvöld kosin besta knattspyrnufólks heims í árlegu kjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins en að kjörinu standa fyrirliðar og þjálfarar landsliða heims ásamt útvöldum fjölmiðlamönnum.Cristiano Ronaldo fékk Gullbolta FIFA, sem besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA, en hann átti frábært ár með Real Madrid og portúgalska landsliðinu. Cristiano Ronaldo endaði þar með fjögurra ára einokun Lionel Messi en Messi hafði fengið öll Gullboltann allt frá því að Ronaldo vann hann í fyrsta skiptið árið 2008. Ronaldo hafði betur í baráttunni við þá Lionel Messi og Franck Ribery sem voru einnig tilnefndir að þessu sinn. Ronaldo átti bágt með sig upp á sviðinu eftir að hann fékk verðlaunin og það var augljóst að þessi sigur skipti hann mjög miklu máli. Ronaldo hefur líka oftar en ekki á síðustu árum þurft að sætta sig við annað sæti á eftir Lionel Messi.Nadine Angerer var fyrirliði þýska kvennalandsliðsins sem varð Evrópumeistari í Svíþjóð síðastas sumar en Angerer var kosin besti leikmaður Evrópumótsins. Angerer hafði betur í baráttunni við Mörtu og Abby Wambach sem voru einnig tilnefndar að þessu sinni. Nadine Angerer varð meðal annars tvær vítaspyrnur í úrslitaleiknum og fékk aðeins á sig eitt mark alla keppnina þar af ekkert í útsláttarkeppninni.Þjóðverjar unnu bæði þjálfaraverðlaunin. Jupp Heynckes, fyrrum þjálfari Bayern München, var kosinn þjálfari ársins hjá körlunum en hjá konum var Silvia Neid, þjálfari þýska kvennalandsliðsins, kosin þjálfari ársins.Pele fékk sérstök heiðursverðlaun, Gullboltann sem hann fékk aldrei sem leikmaður því þá voru þessi verðlaun aðeins fyrir leikmenn í Evrópu. Pele felldi tár upp á sviði þegar allur salurinn klappaði fyrir honum.Afganska knattspyrnusambandið fékk prúðmennskuverðlaun FIFA og Jacques Rogge, fyrrum forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, fékk heiðursverðlaun forseta FIFA.Svíinn Zlatan Ibrahimovic skoraði fallegasta mark ársins en markið umrædda skoraði hann reyndar á árinu 2012 í landsleik á móti Englendingum.
Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Sjá meira