Birkir Bjarnason og félagar hans í Sampdoria unnu 3-0 heimasigur á níu leikmönnum Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Birkir kom inn á sem varamaður á 66. mínútu leiksins en staðan var þá 2-0 fyrir Sampdoria auk þess að Udinese var búið að missa tvo menn af velli.
Brasilíumaðurinn Éder skoraði tvö fyrstu mörkin á 16. og 47. mínútu en fyrra markið kom úr vítaspyrnu. Daniele Gastaldello skoraði þriðja markið á 87. mínútu og skömmu seinna fékk Birkir gult spjald.
Allan fékk sitt annað gula spjald strax á 35. mínútu og Gabriel Silva fékk sitt annað gula spjald á 69. mínútu. Roberto Soriano, leikmaður Sampdoria fékk sitt annað gula spjald á 62. mínútu.
Sampdoria er í 12. sæti deildarinnar en liðið fór upp fyrir Udinese í töflunni með þessum sigri.
Flottur sigur hjá Birki og félögum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





