„Tel mig vera fallega manneskju þó ég hafi ekki lamað andlit eða stútfullar varir“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. janúar 2014 15:02 „Mig langaði bara að segja þér hversu sorgleg skilaboð mér finnst þú vera að senda íslenskum konum," segir Rósa Guðrún. „Ég er bara að reyna að vera næs," segir Ásdís Rán. „Mig langaði bara að segja þér hversu sorgleg skilaboð mér finnst þú vera að senda íslenskum konum. Ég tel mig vera fallega manneskju að innan sem utan þó ég hafi ekki lamað andlit eða stútfullar varir“ segir Rósa Guðrún Sveinsdóttir tónlistarkennari í bréfi sem hún sendi Ásdísi Rán Gunnarsdóttur um fyrirhugaðan raunveruleikaþátt sem Ásdís hyggst gera á næstunni.Fram kom á Vísi í gær að Ásdís leitar nú að húsmæðrum til að taka þátt í gerð hins nýja þáttar. Ásdís ætlar sér að bjóða einni húsmóður til þess að fara í átak og fara í fegrunaraðgerðir. Í bréfinu segir Rósa ennfremur: „Á þessum tímum þar sem stöðugt er verið að áreita fólk með skilaboðum um einhverja tilbúna ímynd sem allir eiga að líkjast finnst mér frekar að þú ættir að snúa þér að því að efla heilbrigðar ímyndir.“Er bara að reyna að vera næs„Ég er búin að fá tugi bréfa, en þetta er það eina sem er neikvætt. Aðrar konur eru himinlifandi með þetta framtak,“ útskýrir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Hún segir bréfið ekki hafa áhrif á áætlanir hennar. Maður getur ekki gert alla ánægða en bendir þeim á sem líst ekki vel á þetta að það eru líka stór hluti heimavinnandi mæðra sem dreymir um tækifæri á að gera vel við sig.. „Pakkinn sem ég er að bjóða upp á kostar hátt í milljón. Ég mun velja eina húsmóður úr hópi umsækjenda og tríta hana eins og prinsessu. Hún fær einkaþjálfun, fegrunaraðgerðir og allt sem þarf í lífstílsbreytingu,“ útskýrir Ásdís Rán. Hún heldur áfram: „Ég er ekki að neyða neinn til neins. Ég veit bara að það er ekki ódýrt að lifa á Íslandi og það eru fullt af húsmæðrum sem forgangsraða þannig að þær eyða í heimilið og sleppa sér. Ég er bara að reyna að vera næs.“Dropinn sem fyllti mælinnRósa Guðrún segir í samtali við Vísi að hún vilji hafa áhrif á umræðuna, hún vinni með ungu fólki og sífellt sé verið að senda því röng skilaboð. „Ég þekki hana ekkert persónulega og veit í raun ekki hvað þátturinn mun snúast um. En í þessari auglýsingu fannst mér hún senda röng skilaboð, að konur ættu að vera eitthvað annað en þær eru í raun. Ég er ekki á móti lýtaaðgerðum, ef fólk er með raunverulegt lýti. En mér finnst annað þegar fólk er að troða eiturefnum í varirnar á sér og lama á sér andlitið,“ segir Rósa Guðrún. „Þessi auglýsing var bara dropinn sem fyllti mælinn,“ segir Rósa Guðrún. Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira
„Mig langaði bara að segja þér hversu sorgleg skilaboð mér finnst þú vera að senda íslenskum konum. Ég tel mig vera fallega manneskju að innan sem utan þó ég hafi ekki lamað andlit eða stútfullar varir“ segir Rósa Guðrún Sveinsdóttir tónlistarkennari í bréfi sem hún sendi Ásdísi Rán Gunnarsdóttur um fyrirhugaðan raunveruleikaþátt sem Ásdís hyggst gera á næstunni.Fram kom á Vísi í gær að Ásdís leitar nú að húsmæðrum til að taka þátt í gerð hins nýja þáttar. Ásdís ætlar sér að bjóða einni húsmóður til þess að fara í átak og fara í fegrunaraðgerðir. Í bréfinu segir Rósa ennfremur: „Á þessum tímum þar sem stöðugt er verið að áreita fólk með skilaboðum um einhverja tilbúna ímynd sem allir eiga að líkjast finnst mér frekar að þú ættir að snúa þér að því að efla heilbrigðar ímyndir.“Er bara að reyna að vera næs„Ég er búin að fá tugi bréfa, en þetta er það eina sem er neikvætt. Aðrar konur eru himinlifandi með þetta framtak,“ útskýrir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Hún segir bréfið ekki hafa áhrif á áætlanir hennar. Maður getur ekki gert alla ánægða en bendir þeim á sem líst ekki vel á þetta að það eru líka stór hluti heimavinnandi mæðra sem dreymir um tækifæri á að gera vel við sig.. „Pakkinn sem ég er að bjóða upp á kostar hátt í milljón. Ég mun velja eina húsmóður úr hópi umsækjenda og tríta hana eins og prinsessu. Hún fær einkaþjálfun, fegrunaraðgerðir og allt sem þarf í lífstílsbreytingu,“ útskýrir Ásdís Rán. Hún heldur áfram: „Ég er ekki að neyða neinn til neins. Ég veit bara að það er ekki ódýrt að lifa á Íslandi og það eru fullt af húsmæðrum sem forgangsraða þannig að þær eyða í heimilið og sleppa sér. Ég er bara að reyna að vera næs.“Dropinn sem fyllti mælinnRósa Guðrún segir í samtali við Vísi að hún vilji hafa áhrif á umræðuna, hún vinni með ungu fólki og sífellt sé verið að senda því röng skilaboð. „Ég þekki hana ekkert persónulega og veit í raun ekki hvað þátturinn mun snúast um. En í þessari auglýsingu fannst mér hún senda röng skilaboð, að konur ættu að vera eitthvað annað en þær eru í raun. Ég er ekki á móti lýtaaðgerðum, ef fólk er með raunverulegt lýti. En mér finnst annað þegar fólk er að troða eiturefnum í varirnar á sér og lama á sér andlitið,“ segir Rósa Guðrún. „Þessi auglýsing var bara dropinn sem fyllti mælinn,“ segir Rósa Guðrún.
Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira