Kynnir verður breski sjónvarpsmaðurinn Jools Holland.
Verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. Sigurvegararnir eru valdir annars vegar af markaðsgreiningarfyrirtækinu Nielsen Music Control á grundvelli tónlistarsölu og útvarpsspilunar og hins vegar með atkvæðagreiðslu innan Samtaka evrópskra útvarpsstöðva (EBU) og tengslanets evrópskra tónlistarhátíða.
Verðlaunin eru nú haldin í ellefta sinn og er þetta einungis í annað sinn sem íslensku tónlistarfólki hlotnast þessi heiður en í fyrra hlaut hljómsveitin Of Monsters and Men verðlaunin.
Á meðal annarra sem hafa hlotið þessi verðlaun eru Adele, Lykke Li, Mumford & Sons, Damien Rice, C2C og Katie Melua.
Hér fyrir neðan mun svo hefjast bein útsending frá hátíðinni en hún hefst klukkan 17.00 á íslenskum tíma.