Ítalska liðið Torres komst aftur á sigurbraut í dag er liðið vann 5-1 sigur á Firenze á heimavelli.
Hallbera Guðný Gísladóttir var í byrjunarliði Torres annan leikinn í röð og lagði upp eitt mark í leiknum. Hún spilaði allan leikinn.
Torres missti toppsæti deildarinnar um síðustu helgi er liðið tapaði fyrir Brescia, 3-1, á heimavelli. Liðið er nú með 43 stig.

