Innlent

Líkti landsliðinu við nasista

Jóhannes Stefánsson skrifar
„Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu.

Björn lét ummælin falla í útsendingu RÚV frá leiknum í hálfleik en liðin eigast nú við á EM í handbolta í Danmörku, eftir að íslenska liðið hafði skorað 17 mörk gegn 9 mörkum þeirra austurrísku.

Óhætt er að segja að Björn hafi tekið sterklega til orða, og samfélagsmiðlar loga vegna þess að mörgum þykir ummælin sérlega óviðeigandi, enda dóu hið minnsta 50 þúsund Austurríkismenn í seinni heimsstyrjöldinni. Að minnsta kosti 50 milljónir manna dóu um heim allan vegna heimsstyrjaldarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×