Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2014 18:43 Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista í gær. visir/stefán Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hafa ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum,“ sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis en íslenska liðið vann leikinn örugglega 33-27. Björn Bragi er umsjónarmaður EM stofunnar á RÚV, en í þættinum er fjallað um Evrópumótið í handknattleik sem fram fer þessa dagana í Danmörku. Ummælin hafa vakið mikla reiði á Íslandi en sjónvarpsmaðurinn baðst strax afsökunar á orðum sínum eftir leikinn. Björn baðst einnig afsökunar í samtali við blaðamann Vísis. Fjallað er um málið á þýsku vefsíðunni Sport1.de í dag en þar er greint frá ummælum Björns Braga. Fram kemur í frétt þýska miðilsins að sjónvarpsmaðurinn hafi nú þegar beðist afsökunar en austurríska handknattleikssambandið er aftur á móti með málið í skoðun og áskilur sér rétt til þess að grípa til lagalegra úrræða. Einnig er fjallað um málið á austurrísku síðunni laola1.at en þar kemur fram að austurríska handknattleikssambandið líti málið alvarlegum augum. „Við erum ennþá að bíða eftir réttri þýðingu og staðfestingu á því að hann hafi látið þessi orð flakka en ef það reynist rétt munum við leita réttar okkar,“ segir Gerhard Hofbauer, forseti austurríska handknattleikssambandsins.Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, er einnig allt annað en sáttur með ummæli Björns. „Það er ótrúlegt að einhver láti svona út úr sér. Sem Íslendingur skammast ég mín í raun fyrir svona ummæli og er það vægt til orða tekið," sagði Patrekur í samtali við síðuna. Tengdar fréttir „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hafa ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum,“ sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis en íslenska liðið vann leikinn örugglega 33-27. Björn Bragi er umsjónarmaður EM stofunnar á RÚV, en í þættinum er fjallað um Evrópumótið í handknattleik sem fram fer þessa dagana í Danmörku. Ummælin hafa vakið mikla reiði á Íslandi en sjónvarpsmaðurinn baðst strax afsökunar á orðum sínum eftir leikinn. Björn baðst einnig afsökunar í samtali við blaðamann Vísis. Fjallað er um málið á þýsku vefsíðunni Sport1.de í dag en þar er greint frá ummælum Björns Braga. Fram kemur í frétt þýska miðilsins að sjónvarpsmaðurinn hafi nú þegar beðist afsökunar en austurríska handknattleikssambandið er aftur á móti með málið í skoðun og áskilur sér rétt til þess að grípa til lagalegra úrræða. Einnig er fjallað um málið á austurrísku síðunni laola1.at en þar kemur fram að austurríska handknattleikssambandið líti málið alvarlegum augum. „Við erum ennþá að bíða eftir réttri þýðingu og staðfestingu á því að hann hafi látið þessi orð flakka en ef það reynist rétt munum við leita réttar okkar,“ segir Gerhard Hofbauer, forseti austurríska handknattleikssambandsins.Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, er einnig allt annað en sáttur með ummæli Björns. „Það er ótrúlegt að einhver láti svona út úr sér. Sem Íslendingur skammast ég mín í raun fyrir svona ummæli og er það vægt til orða tekið," sagði Patrekur í samtali við síðuna.
Tengdar fréttir „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
„Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04
RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45
Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27