Innlent

Þjóðvegurinn auður en víða flughált

Hjörtur Hjartarson skrifar
Hálka er víða um landið og því mikilvægt að ökumenn fari gætilega.
Hálka er víða um landið og því mikilvægt að ökumenn fari gætilega.
Þjóðvegur eitt er auður á Suðurlandi en hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða á öðrum vegum. Flughált er í Grafningi og í Landeyjum. Eins er flughált á Suðurstrandarvegi, Krýsuvíkurvegi og á Kjósarskarði.

Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir mjög víða, snjóþekja og skafrenningur er í Svínadal og á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er mokstur hafinn í Ísafjarðardjúpi, Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum. Snjóþekja er á Gemlufallsheiði en þæfingur á Flateyrarvegi og ófært í Súgandafirði. Hálka er á Hálfdán, Mikladal og Kleifaheiði. Þæfingur er frá Brjánslæk í Skálmadal, ófært er á Klettshálsi. Þæfingur er í Kollafirði og um Hjallháls og Ódrjúgsháls.

Á Norðvesturlandi er hálka eða hálkublettir mjög víða. Þæfingur og skafrenningur er frá Ketilás í Siglufjörð en snjóþekja er á Þverárfjall.

Á Norðausturlandi er hálka eða snjóþekja, éljagangur og snjókoma. Þæfingur er á Ólafsfjarðarmúla, Fljótsheiði og á Tjörnesi en þungfært er á Mývatnsöræfum.

Þá er einnig hálka á Fljótsdalshéraði en þungfært er á Biskupshálsi og Möðrudalsöræfum. Hálka og éljagangur er á Fjarðarheiði og Fagradal en hálka er á Oddsskarði. Autt frá Fáskrúðsfirði með ströndinni suður um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×