Ítarlegt viðtal við Sigga hakkara í Rolling Stone Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. janúar 2014 19:18 Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi Hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julian Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í þessum mánuði. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir að ekki sé hægt að trúa orði úr munni Sigurðar. David Kushner, blaðamaður Rolling Stone, segir að Siggi hakkari hafi látið tímaritinu í té yfir terabæt af leynilegum skjölum og gögnum um Wikileaks. Kushner telur að gögnin séu annað hvort sönn eða umfangsmesta lygi á tækniöld. Nýjasta hefti Rolling Stone tímaritsins kemur út 16. janúar næstkomandi.Mynd/Rolling Stone Afritaði og stal gögnum í stað þess að eyða Einn ótrúlegasti hluti greinarinnar er aðkoma Sigga hakkara að Milestone. Hann greinir frá því að hann hafi 14 ára gamall lagað bilaða tölvu hjá þekktum íslenskum viðskiptamanni sem starfaði hjá Milestone. Siggi hitti manninn í flugvél á leið heim úr fríi með fjölskyldunni. Maðurinn var svo ánægður með tölvukunnáttu Sigga að hann bauð honum starf hjá fyrirtæki sínu við að eyða gögnum. Í stað þess að eyða gögnunum þá afritaði Siggi þau og lak til DV. Þetta er í fyrsta sinn sem Siggi hakkari viðurkennir opinberlega að hann hafi staðið á bakvið lekann. Í kjölfarið var Siggi kynntur fyrir Julian Assange og að sögn Sigga varð mikill vinskapur þeirra á milli. Árið 2010 var Siggi orðinn einn nánasti samstarfsmaður Assange. Hann segir meðal annars að stjórnandi Wikileaks hafi beðið sig um að njósna um starfsmenn samtakanna. Óttaðist að enda í Guantanamo Í viðtalinu segir Siggi að sumarið 2011 hafi sektarkenndin og hræðslan við að enda í fangabúðunum í Guntanamo borið hann ofurliði og óskaði hann eftir samstarfi við bandarísk yfirvöld. Fulltrúar FBI komu síðar hingað til lands og fengu upplýsingar frá Sigga um starfsemi Wikileaks. Siggi sveik Julian Assange og segir að það hafi verið vegna þess að sú hugmyndarfræði sem var á bakvið Wikileaks í upphafi væri ekki lengur til staðar. Siggi hakkari er í dag 21 árs gamall og voru unglingsár hans svo sannarlega öðruvísi en hjá flestum íslenskum jafnöldrum hans. Siggi segir óvíst hvort hann muni bera vitni gegn Assange í framtíðinni en leggur áherslu á að sannleikurinn komi í dagsljósið. Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks gefur ekki mikið fyrir umfjöllun Rolling Stone um Sigga hakkara. Með persónuleikaröskun á jaðri siðblindu Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir í yfirlýsingu til fréttastofu að umfjöllun Rolling Stone sé dæmi um útkomu í blaðamennsku þegar aðal heimildarmaðurinn er með persónuleikaröskun á jaðri siðblindu, hefur orðið uppvís að ósannindum, fölsunum gagna, þjófnaði, auk þess að vera nýverið dæmdur í 8 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Kristinn segir jafnframt að blaðamaður bæti inn efnisatriðum sem eiga að styðja myndina, sem hann vill draga upp, sleppir öðrum sem honum var fullkunnugt um en skýtur samt inn þeim varnagla að mögulega sé þetta uppsuni. „Miðað við fyrri skrif blaðamannsins um WikiLeaks koma þessi vinnubrögð þó ekki á óvart,“ segir Kristinn. Mál Sigga hakkara Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi Hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julian Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í þessum mánuði. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir að ekki sé hægt að trúa orði úr munni Sigurðar. David Kushner, blaðamaður Rolling Stone, segir að Siggi hakkari hafi látið tímaritinu í té yfir terabæt af leynilegum skjölum og gögnum um Wikileaks. Kushner telur að gögnin séu annað hvort sönn eða umfangsmesta lygi á tækniöld. Nýjasta hefti Rolling Stone tímaritsins kemur út 16. janúar næstkomandi.Mynd/Rolling Stone Afritaði og stal gögnum í stað þess að eyða Einn ótrúlegasti hluti greinarinnar er aðkoma Sigga hakkara að Milestone. Hann greinir frá því að hann hafi 14 ára gamall lagað bilaða tölvu hjá þekktum íslenskum viðskiptamanni sem starfaði hjá Milestone. Siggi hitti manninn í flugvél á leið heim úr fríi með fjölskyldunni. Maðurinn var svo ánægður með tölvukunnáttu Sigga að hann bauð honum starf hjá fyrirtæki sínu við að eyða gögnum. Í stað þess að eyða gögnunum þá afritaði Siggi þau og lak til DV. Þetta er í fyrsta sinn sem Siggi hakkari viðurkennir opinberlega að hann hafi staðið á bakvið lekann. Í kjölfarið var Siggi kynntur fyrir Julian Assange og að sögn Sigga varð mikill vinskapur þeirra á milli. Árið 2010 var Siggi orðinn einn nánasti samstarfsmaður Assange. Hann segir meðal annars að stjórnandi Wikileaks hafi beðið sig um að njósna um starfsmenn samtakanna. Óttaðist að enda í Guantanamo Í viðtalinu segir Siggi að sumarið 2011 hafi sektarkenndin og hræðslan við að enda í fangabúðunum í Guntanamo borið hann ofurliði og óskaði hann eftir samstarfi við bandarísk yfirvöld. Fulltrúar FBI komu síðar hingað til lands og fengu upplýsingar frá Sigga um starfsemi Wikileaks. Siggi sveik Julian Assange og segir að það hafi verið vegna þess að sú hugmyndarfræði sem var á bakvið Wikileaks í upphafi væri ekki lengur til staðar. Siggi hakkari er í dag 21 árs gamall og voru unglingsár hans svo sannarlega öðruvísi en hjá flestum íslenskum jafnöldrum hans. Siggi segir óvíst hvort hann muni bera vitni gegn Assange í framtíðinni en leggur áherslu á að sannleikurinn komi í dagsljósið. Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks gefur ekki mikið fyrir umfjöllun Rolling Stone um Sigga hakkara. Með persónuleikaröskun á jaðri siðblindu Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir í yfirlýsingu til fréttastofu að umfjöllun Rolling Stone sé dæmi um útkomu í blaðamennsku þegar aðal heimildarmaðurinn er með persónuleikaröskun á jaðri siðblindu, hefur orðið uppvís að ósannindum, fölsunum gagna, þjófnaði, auk þess að vera nýverið dæmdur í 8 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Kristinn segir jafnframt að blaðamaður bæti inn efnisatriðum sem eiga að styðja myndina, sem hann vill draga upp, sleppir öðrum sem honum var fullkunnugt um en skýtur samt inn þeim varnagla að mögulega sé þetta uppsuni. „Miðað við fyrri skrif blaðamannsins um WikiLeaks koma þessi vinnubrögð þó ekki á óvart,“ segir Kristinn.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira